Samvinnan - 01.09.1927, Side 27
ÞingTiianna-samvinna.
Sumarið 1924 dvaldi eg um stund í Noregi. Einn dag
var eg að líta yfir fréttimar í dagblöðunum og kom þá
auga á frásögn um norrænan þingmannafund, sem þá stóð
yfir í Osló. Af umsögninni var auðséð að þama voru sam-
an komnir fulltrúar fyrir þingin í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi. Mér varð að spyrja í huganum:
„Hversvegna á ísland, fimta ríkið á Norðurlöndum, engan
fulltrúa á þessum fundi?“ Dagana næstu á eftir fluttu
blöðin meiri fréttir um fundinn, þar á meðal útdrátt úr
ræðu helsta mannsins í vinsriflokknum norska, L. Mo-
winkel. Hann mælti í skilnaðarræðunni fyrir minni fs-
lands. Hann sagðist harma það, að stóll þess væri auður,
en hann vonaði að á næsta fundi norrænna þingmanna
yrðu íslendingar farnir að taka þátt í samstarfinu.
Litlu síðar ritaði eg bréf til Osló og bað um samþykt-
ir þingmannafélagsins norska og fleiri gögn viðvíkjandi
þessari samvinnu norrænna þingmanna. Eg fékk alt sem
eg bað um, og um leið yfirlit um málið.
Eins og síðar verður skýrt frá, er það þáttur í hinni
alþjóðlegu friðarhreyfingu, að þingmenn nálega allra
mentalanda hafa með sér samvinnu, og hittast valdir full-
trúar frá nálega öllum löndum álfunnar á slíkum fund-
um árlega í einhverri af stórborgum þessara landa. Þetta
er alheimsbandalag þingmanna.
Norrænu þjóðimar allar hafa tekið þátt í þessu sam-
starfi alllengi, og var einn af aðalfundum þess félags hald-
inn í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. En þar sem
norrænu þjóðirnar eru alveg sérstaklega nátengdar hver