Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 99
SAMVINNAN
273
ir vaxið, komist í hendur einokunarfélaga og safnað sér
svo miklu fé, að ekki þótti borga sig, að ávaxta það í
landinu sjálfu, heldur þurfti að flytja það úr landi.
Þetta hefir svo orðið til að vekja illdeilur, er geta gosið
upp aftur þá og þegar. Olíufélögin slá sér saman við
banka og ýmiskonar auðfélög. Síðan er öllu stjómað af
örfáum ófyrirleitnum auðmönnum, sem tíðast hugsa ekki
um neitt annað en peninga, en líta hvorki á mannslíf né
andleg verðmseti. Þessir menn hafa svo ríkisstjómimar
og þingmennina í vösum sínum, hvort sem; löndin eru
lýðveldi eða konungsríki. Stjómimar og þjóðmálamenn-
mennirnir hylja þetta athæfi með ýmiskonar hljómfögr-
um orðum, svo sem: frelsi, réttlæti, frjáls samkepni
o. s. frv.
Ekki er svo að skilja, að þetta sé neitt einstakt með
olíufélögin, umfram önnur auðfélög, heldur verður að
taka þetta, sem dæmi um núverandi þroskastig auð-
valdsins. Þetta er svona á mörgum sviðum. T. d. er ný-
verið stofnaður stálhringur í Evrópu, sem setur meðlim-
um sínum sérstaklega þröng skilyrði um framleiðslu og
verðlag. Hluti af okurverðinu, sem á að taka, skal leggj-
ast í sérstakan sameiginlegan sjóð og ennfremur allar
sektir fyrir stór afbrot, eins og þau að framleiða meira
en leyfilegt er. En framleiðslan til næstu fimm ára er
miðuð við það, sem nú gerist, en ekkert ráð gert fyrir
vaxandi eftirspurn. Má búast við að öll jámvara stór-
hækki á næstunni. Frá þessu skýra blöðin, sem sjálf-
sögðum hlut, svo gagnsýrð eru þau af anda auðvaldsins.
Auðhringarnir og bankarnir sameinast, alþjóðahringar
eru búnir til, heiminum er skift niður í nýlenduumdæmi,
þar sem hringarnir ná sér í nýja markaði, eða ný hrá-
efni og ódýrt verkafólk. Þetta er það sem kallað er
imperalismi; á þessu stigi stendur auðvaldið nú.
Auðvaldsríkin, sem hafa skift heiminum á milli sín
í nýlendur eru stöðugt að glíma hvert við annað um völd-
in og nýr auðvaldsófriður getur gosið upp þá og þegar.
Verkalýður auðvaldsríkj anna berst á móti þessu, ásamt
18