Samvinnan - 01.09.1927, Page 20
194
SAMVINNAN
verða verksvið samvinnunnar að ala þjóðirnar upp til
hins alþjóðlega starfs. Nú væru samvinnulieildsölur í hverju
landi í Evrópu. Það þyrfti að auka skifti þeirra, hver
þjóðin að gæta sín — og leggja þó gott til málsins.
Samanburður hefir veríð gerður á verði
Kaupmenn kaupmanna og kaupfélaga í Svisslandi.
og ka pf'élög Voru 31 vörutegund teknar til samanburð-
í Sviss. ar- Eeyndist þá að kaupfélögin voru ó-
dýrari að því er snerti s/4 af tegundunum.
Þrjár tegundir voru jafndýrar, og að því er snerti fjórar
vörur þar á meðal egg voru kaupmenn ódýrari. í álagn-
ingu félaganna eru talin með 5°/0 sem er meðal-tekjuaf-
gangur í félögunum.
Maður er nefndur Romuald Mielczarski.
Brautriðjandi Hann var fæddur 1871 og andaðist 1926.
snmvinnu Þegar hann fæddist var ættjörð hans skift
í Póllandi. milli þriggja þjóðhöfðingja, sem keptust
hver við annan að reyna að þurka út
þjóðerni og sjálfstæðisvonir Pólverja. Varð Rússakeisari
þar einna drýgstur, en enginn af hinum útlendu kúgurum
sparaði nokkur vopn til að ná takmarki «inu. í meir en
heila öld beittu embættismenn Rússakeisara svo mikilli
grimd við Pólverja, að erfitt er fyrir þjóðir á Vesturlönd-
um að skilja slík þrælatök. Þúsundir af saklausuin mönn-
um voru settir í námurnar í Síberíu. Efnilegustu ungu menn-
irnir í landinu voru knúðir i her Rússa og urðu að vera
þar allt að því 25 ár. Eignir Pólverja voru gerðar upp-
tækar. Enginn Pólverji mátti selja landa sinum hús eða
jörð. Þúsundum saman var Pólverjum sópað í fangelsi fyr-
ir það eitt að tala móðurmál sitt opii.berlega. Romuald óx
upp í þessu andrúmslofti, og mcðan hann var í skóla tók
hann að leita að ástæðunum til niðuilægingar ættjarðar
sinnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri
ekki fyrst og fremst stjórnmálavald, sein hinir erlendu
drotnar sæktust eftir, heldur fjárgróði. Hann tók þá að
stunda rit merkra hagfræðinga og frelsinsvina eins og
John Stuart Mill o. fl. Samhliða því kendi hann smælingj-