Samvinnan - 01.09.1927, Síða 85
SAMVINNA N
259
um, g'eg-n því að veita þeim vel launaðar stöður í stjórn-
um félaganna, sem endurskoðendur eða því um líkt.
I þessum málum er oft mjög erfitt að finna takmörk
fyrir því hvað er sæmilegt, og þetta hefir oft verið mis-
brúkað. Flestir munu til dæmis kannast við Panamamál-
ið í Frakklandi og við olíumálið í Bandaríkjum Norður-
Ameríku nú fyrir skömmu.
Þetta er þó engin nýjung, sem sérstaklega er bund-
in við þingræðið. Við hirðir einvaldskonunganna vai'
miklu meirí pólitísk siðspilling, en í hinum lýðfrjálsu ríkj-
um vorra tíma. Enda er það eðlilegt. Því fleiri sem kjós-
endurnir eru, því erfiðara er að nota mútur í hverskonar
formi. Ef valdhafarnir eru fáir, er það miklu auðveldara,
og meðal höfðingjastéttarinnar, er jafnan meiri siðspill-
ing en meðal alþýðu. Langminst hefir borið á þessaii
spillingu í Englandi. Enda hafa Englendingar snemma
tekið það ráð, að láta þingmenn engin áhrif hafa á fjár-
veitingar til kjördæmanna. Ennfremur fylgja þeir þeirri
reglu að enginn þingmaður má taka við embætti, sem
launað er úr ríkissjóði, nema hann leggi niður þingmensk-
una. Þetta virðist vera sjálfsögð nauðsyn, til þess að
hindra það, að þingmenn geti notað áhrif sín í eiginhags-
munaskyni.
Það er sennilega nauðsyn fyrir allar þingræðisþjóð-
ir, að taka upp þessa aðferð Englendinga ef vel á að fara.
Yfirleitt virðist svo sem flest það, sem þjóðirnai' hafa
breytt frá ensku fyrinnyndinni hafi gefist fremur illa.
En hér er líka ólíku saman að jafna. Á Englandi hefir
þingstjómin gróið eins og grasið á jörðinni, hægt og ró-
lega. Stundum hafa komið hret svo afturkippir hafa kom-
ið í gróðurinn í bili, en þau hafa aldrei getað lamað hann
til lengdar. Hjá öðrum þjóðum hafa stjómarskrámar
verið samdar og lögleiddar eftir snöggar byltingar, en hina
sögulegu þróun hefir vantað. „Frakkar (og hér við mætti
bæta, flestar þjóðir á meginlandi Norðurálfunnar) hafa
skrifað sína stjómarskrá, en Englendingar hafa lifað
sína“, segir Tocqueville, og þetta er í rauninni alveg rétt,
17*