Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 57
SAMVINNAN
231
um eða íslendinga yfirleitt. Hið síðara reyndist og í mesta
máta varhugavert, af því að útlendingarnir, sem stjóm-
uðu versluninni, þurftu næsta lítið tillit að taka til vilja
viðskiftamannanna. Takmörkun á tölu verslunarrekend-
anna og það, að þeir voru árum saman hinir sömu, leiddi
til þess, að þeir urðu einráðir og gátu sett þá kosti, sem
þeim sýndist. Með skiftingu landsins í verslunarhéruð var
öll samkepni milli kaupmanna lokuð úti, en hún hefði ef
til vill getað haft einhver áhrif á verðlag, og er það þó
mjög hæpið, af því víðast var langt milli kauptúna og að-
eins einn kaupmaður hafði rétt til að versla í hverju.
Þar sem hnefaréttur ræður úrslitum mála, er ósvífni
einkaréttur hins sterka en þrællyndi löngum einkenni lít-
ilmagnans. Sigurvegarinn lætur kné fylgja kviði. Við-
skifti íslenskra bænda og einokunarkaupmannanna dönsku
eru gott dæmi þessa. Kaupmaðurinn er einráður um versl-
un í sínu héraði. Bændur verða að fara bónarveg að hon-
um til að fá lífsnauðsynjar sínar. Þeir eru ófróðir um
allan gang viðskiftanna erlendis. Enga hugmynd hafa
þeir um sanngjamt verð vamings þess er þeir kaupa,
Þeir hrósa happi, ef kaupmanninum þóknast að veita við-
töku framleiðsluvörum þeirra og gefa eitthvað fyrir. Vog-
in, sem verslunin vegur honum með, er honum leyndar-
dómur, sem hann fær ekki að skygnast inn í. En undir
niðri hugsar hann margt. Heyrt hefir hann, að til sé taxti,
gefinn út af sjálfum konunginum, sem ákveði annað verð
á vöram en hann hefir keypt þær fyrir. En hver er sá
taxti, og hví skyldi bóndinn voga að minnast á hann við
kaupmanninn? Hann granar, að mjölið sé svikið. Hann
óttast, að „reislan sé bogin og lóðið lakt“, þegar innlegg
hans er vegið. En hann þegir yfir þessu og hirðir úthlut-
aðan skerf. — „En launa skal lambið gráa“, þó í kyrþey
sé. Lítt skal vandað til vöru þeirrar, er kaupmaður fær
v.pp í skuld sína. Horaðasta féð mun rekið í kaupstaðinn
og illa verkaður harðfiskur þangað reiddur. Sandi skal
stráð í ullina. Þao vissu bændur eigi, að með þessu komu
þeir óorði á framleiðslu sína og glötuðu sjálfir smekk