Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 18
SAMVINNAN
192
Nú í haust byrjuðu enskir kauprnenn mikla
Tvöfaldi herferð á hendur samvinnufélögunum í
skatturinn í sambandi við tvöfalda skattinn. Fundur
Englandi. var í Hull um málið og voru þar mættir
fulltrúar fyrir kaupmenn og hlutafélög í
landinu öllu. Stjórn félagsins hat’ði fyrir fundinn útbýtt
skýrslu um málið. Var þar sýnt með tölum hinn mikli
vöxtur kaupfélaganna. Þá töldu kaupmennirnir mikil rang-
indi koma fram í því að kaupfélögin skyldu ekki greiða
tekjuskatt af endurborguðum tekjuafgangi til félagsmanna.
Höfuðröksemd kaapmannanna á fundinum var sú, að kaup-
félögin væru stöðugt að færast í aukana. Að sama skapi
yrðu þá þyngri skattar á kaupmönnum, ef velta þeirra
minkaði. Samvinnumenn spurðu aftur á móti í blöðum
sínum, hvort þá ætti ekki að leggja toll á límonade til að
bindindismenn yrðu að bera eitthvað af þeim skatti sem
áður hefði verið lagður á vínföng, en minkaði nú vegna
hófsemi bindindismanna.
Kaupfélagið í Derby hefir boðið stjórn
Námsskeið samvinnufiokksins enska, að halda næsta
uni landsmál. ársþing sitt þar í borginni. Var því máli
vel tekið og samþykt að þiggja boðið. —
Flokkstjórnin hefir samþykt að halda námsskeið um lands-
mál 1—2 daga víðsvegar um England, til að fullnægja
kröfum flokksmanna er þess hafa óskað. Verða þar haldn-
ir fræðandi fyrirlestrar um stefnu og áhugamál samvinnu-
flokksins enska.
Italskur vísindamaður, professor Salvamini
Fyrirlestur hélt nýlega fyrirlestur um svartliðastefn-
um svartliða una í fræðslumálafélagi enskra samvinnu-
stefnuua. manna í Bradford. Hann sagði að fram
að 1922 hefði á Ítalíu, eins og öðrum sið-
uðum löndum verið leyfilegt að mynda hverskonar frjáls-
an félagsskap, enda voru þar ótal félög um landsmál-
trúarbrögð, íþróttir, uppeldi, um verslunarmál (kaup,
félög) o. s. frv, Nú hefir mikið af þessum félögum verið
leyst upp, og eignir þeirra eyðilagðar eða gerðar upptækar.