Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 42
iforðanlands og* sunnan.
X. (Framh.)
Veturinn 1925 fór eg að tilhlutun S. I. S. hina þriðju
ferð til fyrirlestra og fundahalda, um samvinnumál. Var
ferðinni nú heitið um vestursýslumar norðanlands, og
fyrirkomulag ferða og funda líkt og áður er lýst.
Eg lagði af stað ríðandi að heiman hinn 29. janúar.
Var vestanpósti samferða frá Akureyri vestur í Húna-
vatnssýslu. Færi voru góð og veður á vestur leið, auðar
sveitir og hjömuð fjöll.
Að Hvammstanga kom eg 5. febrúar. Skyldi fundar-
starfið hefjast þar, og ætlaði eg að halda fundi um alt
kaupfélagssvæði Vestur-Húnvetninga. En stórhríðar,
hinar verstu, sem komið hafa lengi, hömluðu ferð minni,
svo að minna varð af fundum en ella. Er það skemst af
að segja, að 3 fundir fórust fyrir í Vestur-Húnavatnssýslu
sökum stórhríða fundardaga þá, sem ákveðnir höfðu verið.
í Austur-Húnavatnssýslu voru fundir miklu slælegar sótt-
ir en eg hefi átt að venjast. Vora orsakir þess margar.
Bar það fyrst til að veður voru ill, — oft svo að á tak-
mörkum var, hvort fært þætti fullhraustum, en alófært
þeim sem veilir vora heilsunnar. Hið annað var ófærð og
annríki það er stafaði af fjárleitum í fönn í mörgum sveit-
um. Var og lítil „lyfting" í bændum þeim, er skaðana
hlutu, né áhugi um fundarsókn. Ennfremur hafði fyrir
einhvem klaufaskap mistekist fundarboðun í tveim hrepp-
um. Eg skýri greinilega frá þessum óhöppum, vegna þess
að einhver miðlungi góðgjam Húnvetningur hefir tekið
sér fyrir hendur, í ónefndu dagblaði, að rangsnúa flestum