Samvinnan - 01.09.1927, Síða 51
SAMVINNAN
225
áfram austur að Markarfljóti hið fyrsta. Þegar hlaðið
verður fyrir ágang fljótsins, verður það brúað um leið.
Bílveginum síðan haldið áfram yfir Jökulsúrbrú að Vík.
Nú er reynslan sú, að upphlaðnir vegir eru
oftast vagnfærir í bygðum, sunnan lands og
norðan, jafnvel færir bílum, nema í aftakasnjóum.
Sjálfgefið er að póstleið þessari yrði skift í tvent:
Fjallveginn Hellisheiði, sem oft yrði að fara á vetrum
með póstsleða, og bygðavegina austanfjalls, sem famir
yrðu oftast á bílum, og yrðu póstferðir vikulega frá
Reykjavík. Pósturinn mundi ekki aðeins flytja pappír,
heldur og þungavöru og fólk.
Efalaust virðist að Borgarnesbáturinn verði
enn um stund að tengja saman Borgarfjörð og Reykja-
vík. En bílvegur þarf hið fyrsta að koma alla leið upp að
Holtavörðuheiði frá Borgamesi, og vikulegar póstferðir á
bíl þangað, miðaðar við komu skipsins. Þá þarf að leggja
nýjan veg yfir heiðina bílfæran, í Húnavatnssýslu. Gengi
þar yfir sérstakur póstur, er flutti á bílum á sumrum, en
sleðum á vetrum. Tæki þá við Húnvetningabraut að
Blönduósi og yrðu sérstakir póstar um hana, vikulegir, er
önnuðust póstflutninga á bílum þegar fært væri, en öðr-
um tækjum, er færi þryti bílunum.
Póstvegurinn yfir fjöllin milli héraðanna, Húnavatns-
sýslu og Skagafjarðar og Eyjafjarðar yrði sömuleiðis að
gerast bílfær, en nokkuð munu skiftar skoðanir um, hvar
farin yrðu fjöll þau. Yrðu þar sérstakir fjallapóstar, er
hefðu tæki eftir færinu, og héraðspóstar um Skagafjörð
og Eyjafjörð, er oftast notuðu bíla.
Ákveðið er nú að leggja bílveg milli Akureyrar og
Húsavíkur. Yrði þó oft að fara á sleðum um Vaðlaheiði og
um Þingeyjarsýslu á vetrum, en vikulegar bílferðir yrðu
sjálfgefnar leið þessa alla á sumrin, með póst og mann-
flutning, því ferðamannastraumur er mikill og flutninga-
þörf alla leiðina.
Tekur þá við örðugasti kaflinn: frá Húsavík
og austur á Hérað, mjög um heiðar og fjöll. Verð-
15