Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 74
248
S A M V I N N A N
ur frá. Enda er það óeðlileg bylting, að breyta stjóm-
inni skyndilega úr ótakmörkuðu einveldi í fullkomna
þingræðisstjóm. Miklar og snöggar byltingar í stjóm-
málalífinu em jafnan hættulegar, en heppilegast er að
þróunin gangi hægt og rólega.
XII. Þingræðið.
Síðan 1814 hefir þróunin gengið í þá átt, í flestum
ríkjum hins mentaða heims, að auka völd alþýðunnar og
áhrif hennar á stjórnarhagi ríkjanna. Milli 1814 og 1830
réðu embættismenn og höfðingjar víðast mestu, en milli
júlíbyltingarinnar og febrúarbyltingarinnar færðust völd-
in meira og meira í hendur borgarastéttarinnar. Á Eng-
landi vann hin efnaða millistétt fullnaðarsigur yfir aðl-
inum með „Reform Bill“ 1832. Eftir 1848 fóm áhrif
„fjórðu stéttar“, verkamanna, sívaxandi, og nýlega hafa
jafnarmenn myndað stjóm í Englandi, þar sem vald efn-
uðu stéttanna hefir þó verið voldugra en í flestum öðr-
um. ríkjum.
Heimsstyrjöldin 1914—1918 hefir gerbreytt stjórn-
arhögum margra ríkja. Á undan henni voru aðeins þrjú
lýðveldi í Norðurálfunni, Frakkland, Sviss og Portúgal.
Nú era þau 10, eða 12 ef Ungverjaland og Rússland eru
talin með. í þeim konungsríkjum, sem eftir eru, eru víð-
ast allstórir stjómmálaflokkar, sem krefjast afnáms kon-
ungsvaldsins, og að lýðveldið sé sett í staðinn. Jafnaðar-
menn era allsstaðar fylgismenn lýðveldisins, samkvæmt
stefnuskrá sinni, en hafa lítið unnið til þess að fá því
komið á, að þar sem þeir hafa skipað stjóm, til dæmis
í Svíþjóð, Danmörku og Englandi. hefir þeim komið vel
saman við konungana.
Þingin era misjafnlega saman sett, eins og vér höf-
um séð. Sumstaðar eru tvær deildir, en sumstaðar aðeins
ein. Efri deild hefir víðast verið vörður og vemdari efn-
uðu stéttanna, en þetta hefir smámsaman breyst, svo nú
má segja, að almenningur ráði víðast báðum þingdeild-
um, eða hafi að minsta kosti vald til þess að brjóta mót-