Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 115
SAMVINNAN
289
ir algerlega að setjast á hlutina, eða eitra andrúmsloftið.
Þá er blómrækt eins auðveld vetur sem sumar. Öll eld-
hússtörf verða þrifalegri og léttari Talið er að ein stúlka
geti við rafsuðu og bökun, afkastað eldhússtörfum, sem
2 eða 3 þurftu annars til. Þá endist veggfóður og þiljur
betur, er loftið verður hlýrra og saggaminna Ekki þarf
að hafa ofn í hverju herbergi, þá má flytja stofu úr
stofu, og setja í samband við rafstrauminn.
Eftirtektarvert er það, að á þeim stöðum, sem raf-
virkjanir hafa verið starfræktar, er eins og rafmagns-
fræðingar spretti alstaðar upp úr jörðinni. Veit eg til
dæmis, að á Akureyri hafa laghentir unglingar búið til
rafmagnshitunarofna, sem þar hafa verið notaðir með
góðum árangri. Einnig hafa þeir sett saman víðvörp og
annað því um líkt, sér til gagns og gamans. Hægt er að
útvega mjög ódýra smámótora til að breyta rafstraumn-
um í starfandi afl. Væri það erfið upptalning, að telja
upp allar þær vélar og verkfæri, sem þá má hreyfa sér til
verkaléttis og hagsmuna.
Nú á síðari árum hefir það verið mjög algengt um-
ræðuefni í blöðum og tímaritum vorum, hvað aðdráttar-
afl kaupstaðanna næði sterkum tökum á unga fólknu í
sveitunum. Margt hefir verið talið þessu valdandi, og
mun sú ástæðan ekki síst hvað húsakynni kaupstaðanna
hafa löngum verið vistlegri en í sveitum. Þá er verksvið
á köldum og þröngum sveitabæ alt annað en fjölbreytt
hinn langa vetrartíma. Víða er enn svo ástatt, að fólk
þarf að hnipra sig saman í eina stofu til þess að halda
lífi, fyrir kuldanum. Tefur þar hver fyrir öðrum, ýmist
með þrengslum eða hávaða af sínu starfi. Verður það
ráð vanalega tekið, sem þó hvergi nærri er arðvænlegt,
en það er að halda að sér höndum. Eg fyrir mitt leyti er
ekki í vafa um, að ef rafveitur kæmu alment á sveitabæi,
yrðu þeir mjög hættulegir keppinautar kaupstöðunum
um fólkið, því ólíku er saman að jafna sumarprýði í sveit-
um landsins, eða í kaupstaðarholunum. Þarf engum blöð-
um um það að fletta, að þá væri bæði andlegri og verk-
19