Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 84
258
S A M V I N N A N
geti þeir skipað honum að leggja niður þingsætið. Það er
þó varla hægt að framkvæma þetta, því við leynilegar
kosningar er ómögulegt að vita hverjir af kjósendum hafi
greitt þingmanninum atkvæði og ekki er hægt að krefj-
ast þess, að hann víki úr sæti eftir áskorunum frá and-
stæðingum sínum.
Þá er einnig rætt um að láta aðalfélög atvinnuveg-
anna kjósa eitthvað af þingmönnum. Helst til efri deildar.
Ennfremur hefir oft verið stungið upp á að láta sveita-
og bæjarstjómir hafa meiri eða minni áhrif á þingkosn-
ingar. Yfirleitt má segja að fjöldamargar tillögur til
breytinga hafi komið fram á síðustu tímum, en þær hafa
flestar fengið daufar undirtektir.
Oft heyrist talað um að þingin séu ver skipuð nú en
fyr á dögum. En þessi fullyrðing hefir ekki við rök að
styðjast. Dánir foringjar vaxa oft í augum fjöldans og
það því meir, sem lengra líður fram. Það má segja að
þingmenn séu yfirleitt samboðnir kjósendum sínum. Að
vísu kemur það fyrir að góður maður fellur fyrir liðlétt-
ingi, en svo hefir ávalt verið við og við, en má þó frekar
teljast undantekning. En þess má geta að þingmenska
er nú miklu erfiðari og vandasamari en fyrir 30—40 ár-
um. Þá voru viðfangsefnin fá og skýr, en nú eru þau orð-
in, einkum atvinnumálin, óendanlega flókin og marg-
brotin. Nú þarf alt önnur skilyrði til þess að vera þing-
maður en fyrir einum mannsaldri.
Mikil hætta fyrir þingræðið er fólgin í þingspilling-
unni, sem víða hefir gert vart við sig. Stjómirnar hafa
reynt að vinna fylgi þingmannanna, með því að hlynna
að þeim á ýmsan hátt. Til dæmis með því að veita þeim
embætti og bitlinga, eða útvega þeim f j árstyrk til kjör-
dæmanna. Þingmenn hafa hinsvegar reynt að tryggja sig
í sessi, með því að útvega kjósendum sínum fé til alls-
konar fyrirtækja, eða önnur hlunnindi, er þeir óska eftir.
Þá er ennfremur það, sem verst er, og mest hefir borið
á, að fjárbrallsmenn og hlutafélög hafa reynt að fá þing-
menn til þess að greiða atkvæði með áhugamálum sín-