Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 75
S A M Y ! N N A N
249
stöðu efri deildar, ef ihún lendir í baráttu við hina þjóð-
kjömu neðri deild.
Flestir stjórnfræðingar eru sammála um, að það sé
heppilegra að þingið sé í tveimur deildum, því þá verði
málin ekki afgreidd eins í flaustri. Aftur eru skiftar
skoðanir um, hvort betra sé, að efri deildin sé undirbún-
ingsdeild fyrr neðri deild, eins og átt hefir sér stað í
Þýskalandi, eða enska aðferðin, sem víðast hefir verið
tekin upp, að efri deildin fái málin til umræðu og úr-
skurðar, er þau hafa verið rædd og samþykt í neðri deild.
Það má nú tala um almennan kosningarrétt í nálega
öllum þingræðislöndum. f Sviss og Þýskalandi fá tvítugir
menn kosningarrétt. f Frakklandi, Englandi, Ítalíu og
Balkanríkjunum er kosningarrétturinn bundinn við 21
árs aldur, en í flestum öðram ríkjum við 25 ár.
Kjörgengi er víða bundið við hærri aldur, eða hærri
tekjur, en kosningarrétturinn. Sumstaðar eru þekkingar-
skilyrði (lestrarkunnátta) grundvöllur fyrir kosningar-
rétti og kjörgengi.
Á síðustu árum hafa konur fengið sæti í þingum
margra ríkja. Breskar nýlendur voru fyrstar til þess, að
veita konum pólitísk réttindi. Nýja Sjáland og Ástralia
gengu í broddi fylkingar.
Hvert skifti, sem kosningaiTéttur hefir verið rýmk-
aður, hafa íhaldsmennimir spáð því, að hinar fátækari og
ómentaðri stéttir myndu taka öll völdin í sínar hendur,
og þar eð þær væru ekki stjómhæfar, yrði afleiðingin sú,
að stjómarfarið versnaði, og ríkið jafnvel liði undir lok.
Þetta hefir ekki reynst svo. í ýmsum ríkjum, sem hafa
mjög frjálsan kosningarrétt, ráða auðmennimir enn í dag
mestu. Þó margt virðist benda á, að verkamennimir muni
með tímanum taka við völdum, þá eru öll líkindi til þess,
að þeir muni fara gætilega með völdin. Að minsta kosti '
þeim löndum, sem náð hafa miklum pólitískum þroska.
Kosningar era nú orðnar grundvöllur undir opinbera
lífi flestra mentaðra þjóða. Ekki aðeins ríkisstjómin,
heldur einnig stjóm héraða, borga og sókna hvílir á