Samvinnan - 01.09.1927, Qupperneq 49
SAMVINNAN
223
auki, rekur verslun á Sauðárkróki. í þessum sveitum
munu vera um 300 býli og auk þess er kauptúnið fólks-
margt. Bú eru yfirleitt stór og framleiðsla mikil eftir því
sem gerist norðanlands. Á Sauðárkróki versla milli 10 og
20 kaupmenn, og leggja undir sig mikinn hluta þorpsins,
með búðum sínum, og þjónum sínum sem eru „legión“.
Á Sauðárkróki verslar ofurlítið kaupfélag. Verslunarum-
setning þess er heldur minni en kaupfélagsins á Skaga-
strönd, þar sem er fáment þorp og aðeins tæp 60 sveita-
býli sækja að. Sennilega hefir kaupfélagið á Sauðárkr.ki
ekki nema V5—V4 af verslun héraðsins. Ef verslunin
lenti öll í höndum kaupfélagsins mundi hagurinn efalaust
verða meiri en hjá Austur-Húnvetningum, miðað við það
sleifarlag, sem nú er á skagfirskri verslun. Það er ekki
hátt áætlað, að Skagfirðingar spöruðu 80—100 þús. krón-
ur árlega með því að fara að dæmi Vindhælinga og hætta
við kaupmannaeldið á „Króknum“.
Gætu þeir t. d. með ágóðanum fyrsta árið brúað Hér-
aðsvötn, en síðan á fám árum lagt vagnvegi um alla sýsl-
una, eða þá endurbygt bæi sína með ágóðanum af versl-
unai breytingunni.
Skagafjörður er eitt hið búvænlegasta og fegursta
hérað landsins. í Skagafirði er margt hinna mætustu og
bestu bænda. . En þess er ekki að dylja, að sá sem víða fer
um sveitir, sér hér minna um góðar byggingar og varan-
legar en í öðrum góðsveitum. Byggingar ei*u frekar mjög
í. verslunarreikningi bænda. Sá sem þekkir hinn mikla
skrið, sem á síðustu árum er að komast á byggingar
sveitabæja í Eyjafirði, getur varla varist að eigna kaup-
félaginu mikinn þátt þeirra framfara. Eins verður mér
að benda Skagfirðingum á það, að ef þeir reisa kaupfélag-
ið, gera það sterkt og voldugt, mundi hin sama kynslóð
um leið reisa menning sína, reisa sér minnisvarða á hverj-
um bæ, óbrotgjarnan arf komandi kynslóðum.
Sláturfélag starfar 1 Skagafirði. Er stjóm þess mjög
í höndum kaupmanna. Eitt hið fyrsta verk samvinnu-
manna í Skagafirði þyrfti að vera að sameina s 1 á t u r-