Samvinnan - 01.09.1927, Page 36
210
SAMVINNAN
ir æfi Suður-Jóta í danska ríkinu verri en ef þeir væru
með Þjóðverjum. Auk þess hefir hann komið með ein-
kennilegar, en fáránlegar kenningar um nýtt stjórnar-
form, sem koma skyldi í stað þingstjómar.
Seint um daginn kom allur bílaskarinn að gamalli,
danskri aðalshöll. Var gestunum búin þar viðtaka, en ekki
mátti dvölin vera lengri en þriðjungur stundar. Vistir
margskonar voru framreiddar í hinum mikla borðsal hali-
arinnar. En á borðunum voru hvarvetna fánar allra
Norðurlandaríkjanna, en gerðir úr blómum. Voru þeir
hinir prýðilegustu, og litir allir eðlilegir, rneðan rósimar
fölnuðu ekki. Um kvöldið var veisla í gistihúsinu í bæ
þeim sem heitir Tönder, og tóku menn til máls frá flest-
um þjóðunum. Urðu nokkrar skilmingar milli Borgbjergs
ráðherra og eins af íhaldsmönnum borgarinnar. Vildi sá
mæla fyrir minni Borgbjergs sem dugandi manns í Dan-
mörku en ekki sem ráðherra. Þá lét sá ráðherra nokkur
orð falla um að mörg væru veitingahús í Danmörku, og
ekki líklegt að bann kæmist á fljótlega þar í landi. Þótti
þetta svo merkilegt, að það var þýtt í aðalblaði vínmanna
á íslandi til leiðbeiningar íslendingum.
Seint um kvöldið var gestahópurinn kominn til Sönder-
borg, sem er austast á Suður-Jótlandi og nálega suður við
landamæri Þýskalands. Þangað var þá komið skip það er
fiutt hafði gestina nóttina áður til Haderslev og gistu
flestir þar aftur, en sumum þótti betri vist í landi og sett-
ust að á gistihúsum þar. Um morguninn voru gestunum
sýndir merkisstaðir borgarinnar. í kirkjugarðinum eru
grafnir margir norskir og sænskir sjálfboðaliðar er fallið
hafa í landvörn Dana móti Þjóðverjum. Voru lagðir blóm-
sveigar á leiði þeirra og haldnar nokkrar ræður. Áhrifa-
mest var sú, sem Mowinckel, foringi norskra vinstri-
manna hélt. Er hann mikill maður vexti og' tígulegur,
minnir í framkomu nokkuð á Bjömson. í Sönderborg er
höll, þar sem Kristján II. var fanginn. En tum sá, þar
sem hann var geymdur, er nú hruninn.
Frá Sönderborg er örskamt til Dýbböl. Þar vörðust