Samvinnan - 01.09.1927, Side 109

Samvinnan - 01.09.1927, Side 109
SAMVINNAN 283 ar og hlóð upp breiðri landspildu, þar sem áður var að- djúpur sjór. Austan við Vík, tekur við Mýrdalssandur. Er hann nálega dagleið yfirferðar, og má segja, að hann sé kirkjugarður tveggja eða þríggja hreppa. Er nú Álfta- ver þar eitt eftir. Þá taka við Skaftártungur og eru þar landkostir góðir og margar góðar jarðir. Urðu þar þó stórskaðar, bæði á löndum og lausafé, í síðasta Kötlu- gosi, og mátti enn sjá sandskaflana þar í engjunum. Nú liggur leiðin austur yfir Eldvatn og Ásakvíslar og austur í Skaftárhraun. Á leið minni austur frá Vík og alt að Hólmi í Landbroti, var eg svo lánsamur, að vera sam- ferða manni, sem bæði var kunnugur og fróður um yngri og eldri sögu þessara héraða. Var hann óþreytandi að segja mér ömefni og nöfn bæja og bygða. Oft benti hann mér út yfir úfið hraunið, eða svartan brunasandinn, að hér eða þar hefði nú staðið eitt stórbýlið, sem svo hefði farist í einhverju jökulhlaupinu, eða þá lent í Skaftárhraunflóðinu mikla. Fylgdu þá jafnan sagnir um, með hvaða hætti atburðirnir hefðu að höndum borið. Maður þessi var Magnús Bjömsson prófestur að Prests- bakka á Síðu. Er hann Húnvetningur að ætt og uppeldi og bróðir Odds Bjömssonar prentara á Akureyri. Hann léði mér einn af hestum sínum alt frá Vík og austur í Landbrot, endurgjaldslaust, og sagðist láta mig njóta þess, að eg væri Norðlendingur. Er við sr. Magnús vorum komnir austur yfir Ása- kvíslar komum við á breiða og góða braut, sem hefir verið brotin þvert yfir Skaftárhraunið. Er þetta hið mesta mannvirki. En vestanvert í hrauninu komum við að breiðri gjá, sem full var með krap, og gersamlega ófær. „Nú kemur brúin hans Bjama okkar að góðum notum“, sagði prestur og beygði út af veginum. Komum við þá brátt á trausta og nýlega trébrú, sem lá yfir gjána. Gekk þar vel yfirferðin, og komum við brátt aftur á brautina, sem lá nú hindrunarlaust yfir hraunið. Fékk eg nú að vita hvemig þessi brú var til orðin. í langa tíð hafði þessi gjá verið hinn mesti vegartálmi, sí og æ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.