Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 12

Andvari - 01.07.1962, Side 12
122 liJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI Þessi klofningur ýtti mjög undir nryndun bæði Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, þótt þar væru auðvitað önnur enn veigameiri öfl að verki og ný flokka- skipan hlyti að koma, þegar sjálfstæðismálið leystist. Þegar Einar tók við ráðherradómi, stóð fyrri heimsstyrjöldin sem hæst. Henni fylgdi margvíslegur vandi fyrir íslenzk stjórnvöld. Einar hafði því ærið að starfa, stóð í harðri haráttu við sína fyrri flokksmnen og þurfti að leysa úr nýjum aðkallandi viðfangsefnum. Þá sem ella var starfsþrek hans mjög rómað og almennt viðurkennt, að á fárra færi annarra en slíks vinnuvíkings væri að fara einn með ráðherraembætti eins og lcomið var. Raunin varð sú, að ákveðið var á þinginu 1916—17, að þrír menn skyldu skipa ríkisstjórn. Einar lét því af völdum liinn 4. jan. 1917 og tók þá við samsteypustjórn Heimastjórnar-, Framsóknar- og „þversum“-manna undir forystu Jóns Magnússonar. Deilurnar um staðfestingu stjórnarskrárbreytingarinnar 1915 mögnuðu kröfurnar um viðunandi lausn sjálfstæðismálsins og atburðir heimsstyrjaldarinnar urðu þeim kröfum mjög til styrktar. Jón Magnússon fékk því þess vegna fram- gengt, að 1918 voru settar nefndir af hálfu Danmerkur og íslands til þess að reyna að semja um ágrciningsefnin. Einar Arnórsson var einn hinna fjögurra íslenzku nefndarmanna. Hinir voru Bjarni Jónsson frá Vogi, Jóhannes Jóhannes- son og Þorsteinn M. Jónsson. Nefndirnar störfuðu í Reykjavík sumarið 1918 og náðu samkomulagi um samhandslögin, sem síðan voru staðfest af réttum aðilum og tóku gildi 1. des. 1918. Með þeim var fullveldi íslands viðurkennt svo og réttur til einhliða uppsagnar samningsins að 25 árum liðnum. Oðrum er ekki gert rangt til, þó að sagt sé, að meðal hinna íslenzku samningamanna hafi Einar verið hezt að sér í hinum fræðilegu rökum, hæði lögfræðilegum og sagn- fræðilegum, og hélt Knud Berlin því staðfastlega frarn, að sambandslögin hafi orðið Dönum óhagstæðari en ella vegna þess, að fulltrúar þeirra hafi ekki staðið íslendingum á sporði í þessum efnum. Einar bauð sig ekki fram við þingkosningarnar 1919 og tók lítinn sem engan þátt í stjórnmálum næstu árin, a. ö. 1. en því, að hann varð eins og fyrr segir stjórnmálaritstjóri Morgunhlaðsins haustið 1919, en var þá skjótlega feng- inn til þess að taka aftur við embætti sínu í háskólanum. Eftir að ný skattalög höfðu verið lögfest á árinu 1921 var Einar á næsta ári gerður skattstjóri í Rcykjavík og formaður niðurjöfnunarnefndar. Sumum liefjði eflaust vaxið í augum að takast slíkt á hendur sem aukastarf, einkum meðan verið var að venja menn við framtöl á nútíma vísu og þyngri skattheimtu en áður, en Einari var það leikur einn ásamt kennslu og öðmm umfangsmiklum störfum. Skattstjóra- emhættinu hélt Einar þangað til 1929 cn var eftir það enn um skeið í niður- jöfnunarnefnd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.