Andvari - 01.07.1962, Page 12
122
liJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
Þessi klofningur ýtti mjög undir nryndun bæði Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks, þótt þar væru auðvitað önnur enn veigameiri öfl að verki og ný flokka-
skipan hlyti að koma, þegar sjálfstæðismálið leystist.
Þegar Einar tók við ráðherradómi, stóð fyrri heimsstyrjöldin sem hæst.
Henni fylgdi margvíslegur vandi fyrir íslenzk stjórnvöld. Einar hafði því ærið
að starfa, stóð í harðri haráttu við sína fyrri flokksmnen og þurfti að leysa úr
nýjum aðkallandi viðfangsefnum. Þá sem ella var starfsþrek hans mjög rómað
og almennt viðurkennt, að á fárra færi annarra en slíks vinnuvíkings væri að
fara einn með ráðherraembætti eins og lcomið var. Raunin varð sú, að ákveðið
var á þinginu 1916—17, að þrír menn skyldu skipa ríkisstjórn. Einar lét því
af völdum liinn 4. jan. 1917 og tók þá við samsteypustjórn Heimastjórnar-,
Framsóknar- og „þversum“-manna undir forystu Jóns Magnússonar.
Deilurnar um staðfestingu stjórnarskrárbreytingarinnar 1915 mögnuðu
kröfurnar um viðunandi lausn sjálfstæðismálsins og atburðir heimsstyrjaldarinnar
urðu þeim kröfum mjög til styrktar. Jón Magnússon fékk því þess vegna fram-
gengt, að 1918 voru settar nefndir af hálfu Danmerkur og íslands til þess að
reyna að semja um ágrciningsefnin. Einar Arnórsson var einn hinna fjögurra
íslenzku nefndarmanna. Hinir voru Bjarni Jónsson frá Vogi, Jóhannes Jóhannes-
son og Þorsteinn M. Jónsson. Nefndirnar störfuðu í Reykjavík sumarið 1918 og
náðu samkomulagi um samhandslögin, sem síðan voru staðfest af réttum aðilum
og tóku gildi 1. des. 1918. Með þeim var fullveldi íslands viðurkennt svo og
réttur til einhliða uppsagnar samningsins að 25 árum liðnum. Oðrum er ekki
gert rangt til, þó að sagt sé, að meðal hinna íslenzku samningamanna hafi
Einar verið hezt að sér í hinum fræðilegu rökum, hæði lögfræðilegum og sagn-
fræðilegum, og hélt Knud Berlin því staðfastlega frarn, að sambandslögin hafi
orðið Dönum óhagstæðari en ella vegna þess, að fulltrúar þeirra hafi ekki staðið
íslendingum á sporði í þessum efnum.
Einar bauð sig ekki fram við þingkosningarnar 1919 og tók lítinn sem
engan þátt í stjórnmálum næstu árin, a. ö. 1. en því, að hann varð eins og fyrr
segir stjórnmálaritstjóri Morgunhlaðsins haustið 1919, en var þá skjótlega feng-
inn til þess að taka aftur við embætti sínu í háskólanum. Eftir að ný skattalög
höfðu verið lögfest á árinu 1921 var Einar á næsta ári gerður skattstjóri í
Rcykjavík og formaður niðurjöfnunarnefndar. Sumum liefjði eflaust vaxið í
augum að takast slíkt á hendur sem aukastarf, einkum meðan verið var að venja
menn við framtöl á nútíma vísu og þyngri skattheimtu en áður, en Einari var
það leikur einn ásamt kennslu og öðmm umfangsmiklum störfum. Skattstjóra-
emhættinu hélt Einar þangað til 1929 cn var eftir það enn um skeið í niður-
jöfnunarnefnd.