Andvari - 01.07.1962, Síða 19
ANDVARI
ÍSLENZKUR DÝRGRIPUR í IIOLLENZKU SAFNI
129
Refilsauvmr; a: grunnurinn saumaður, b: yfirþræðir saumaðir niður, c: saumurinn fullgerður.
Er ekki ósennilegt, að norrænar þjóðir
hafi kynnzt þessari saumgerð, þcgar
býzanzkur vefnaður og útsaumur úr gulli
og silki tók að berast til Norðvestur-
Evrópu á víkingaöld, og þeim fundizt
hún henta vel í grófgerðan útsaum úr
ull og líni.
Aðallega hafa tvö afbrigði af lögðum
saumi, það er að segja refilsaumur og
klaustursaumur, verið notuð við slíkan
stórgerðan saum á miðöldum. Auk
Bayeuxrefilsins, hefur varðveitzt útsaum-
ur með refilsaumi frá Noregi og Islandi,
en útsaumur með klaustursaumi frá
Norður-Þýzkalandi. Er nær einvörðungu
um að ræða altarisklæði, refla og vegg-
tjöld, eða leifar þeirra, þ. e. fremur stóra
muni, þar sem grófgerður saumurinn
fær notið sín. Þýzku klæðin klaustur-
saumuðu eru veggtjöld og reflar frá fyrri
hluta 14. aldar til 16. aldar.3 Bayeux-
refillinn, sem ýmist er álitinn normansk-
ur cða enskur að uppruna, er clztur refil-
saumsklæðanna. Er hann frá síðari hluta
11. aldar, nánar til tekið frá tímabilinu
1066 til 1082.4 Frá Noregi eru aðeins til
leifar af þremur refilsaumuðum klæðum.
Ekki hefur verið unnt að tímakvarða
tvö þeirra, en hið þriðja, bútur af refli,
er talið vera frá því um 1200/'
íslenzku refilsaumsklæðin eru flest að
tölu. Sé ekki talið altarisklæðið í En-
schede, er vitað um alls ellefu: níu alt-
arisklæði, eina altarisbrún og einn refil.0
Ekki hafa öll þessi klæði verið tíma-
kvörðuð nákvæmlega; er helzt talið, að
þau séu frá síðari hluta 13. aldar til
miðrar 16. aldar, en flest þó frá 14. og
15. öld.7 Á rcfilinn eru mörkuð marg-
vísleg kynjadýr, en altarisklæðin eru
saumuð helgimyndum, svo sem myndum
úr ævi Jesú og dýrlingamyndum. Á hinu
stærsta, altarklæðinu úr Hóladómkirkju,
sem er tæpir tveir metrar á lengd og hér
um bil einn metri á hæð, eru til dæmis
myndir hinna þriggja íslenzku dýrlinga,
biskupanna Guðmundar góða, Jóns
helga og Þorláks helga.
Altarisklæðið í Enschede er saumað með
ullar- og hörgarni. Eru á því fimm litir
af útsaumsgarni: svarbrúnt (líklega sauð-
svart), rauðbleikt, blátt og dökkblátt ullar-
band og ljósmóleitur línþráður. Það er
eitt minnsta klæðið, aðeins 90 sm á
hæð og 76 sm á breidd. Á miðju klæð-
inu cr mynd af heilagri þrenningu: guði
Klaustursaumur-, grunnþræðir saumaðir nið-
ur jafnóðum.
9