Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 29

Andvari - 01.07.1962, Page 29
GUÐMUNDUR DANÍELSSON: STRÍÐ HaustiÖ var komið, langt liðið fram á haust, veturnætur nú í vikunni sem leið, í dag var sunnudagur og átti aÖ messa hérna í Hólahólakirkju, þó það yrði sjálfsagt messufall eins og oftar, sunnudaginn fyrstan í vetri. Þeir þögðu við morgunverðinn, feðgamir og gamli maðurinn, og konan þagði að mestu líka og gekk um cldhúsið í aflóga silkimöttli, hálfklædd innan- undir, með þetta þykka hár sitt ógreitt og flæðandi, eins og gullið ský um brjóstið og herðamar. Ekki að horfa á neitt hér inni, heldur eins og ekkert væri lengur athyglisvert í þessu stóra ómálaða eldhúsi, þar sem þrír menn sátu þegj- andi að morgunverði, það athyglisverða væri annars staðar og lengra í burtu. Nei, hugur hennar var ekki hér, en kannski hjá prestlingnum úti á Stað, kannski líka með prestlingnum fyrir sunnan liei,ðar, kominn þangað suður inn í fram- tiðina, gegnum veturinn sem stóð fyrir dymm, inn í nýtt vor, og með drenginn með sér vitaskuld — prestlinginn sinn og drenginn. Eitthvað á þessa leið, gerði maðurinn ráð fyrir. Það var ekki svo sjaldan né með svo lítilli alvöru sem hún hafði látið hann vita að hún myndi ekki skilja drenginn eftir hér, ef guð leyfði að hún ætti eftir að komast lifandi héðan frá Hólahólum, hurt frá rjúpu, fjalli og ref, og hónda sem enginn bóndi væri, heldur óráðsía og útilegumaður, eyddi gjaldmiðli sínum fyrir skotfæri í stað nauðsynja, tímanum í veiðiferðir í stað þess að vinna fyrir heimilinu og streittist gegn því leynt og ljóst að drengurinn fengi að njóta fræðslu svo hann gæti orðið nýtur maður. Gamli maðurinn leit ekki upp frá matnum, horfði staðfastur ofan í diskinn sinn, eins og ekkert annað kæmi honum framar við eða að minnsta kosti ekkcrt annað hér innanbæjar, og þó eins og matarlystin væri ekki góð. Þar á móti litu feðgarnir hvor til annars við og við, drengurinn þó oftar til föður síns, eftir- væntingarfullur, viðbúinn, aftur og aftur að því kominn að segja eitthvað, cða að hlæja, það fóru hrosvipmr um munninn á honum, þó hann reyndi að sýnast alvarlegur. o Loksins var þessari máltíð lokið. Gamli maðurinn stóð fyrstur á fætur, limalangur, álútur, með grátt hafurskegg. „Guðíaun fyrir matinn," sagði hann lágt og áher/lulaust, eins og það væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.