Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 45

Andvari - 01.07.1962, Side 45
ANDVARl SKÓLAKERFI OG ÞJÓÐFÉLAG 155 sldlningi getum við Islendingar tæpast stært okkur í dag, og ég hefi hér að fram- an reynt að sýna fram á það, að okkur er vorkunn. Ég er hálfhræddur um, að ég hafi nú mildað svo umræðuefni mitt og vanda- málin, sem því eru samfara, að varla sé sæmandi fyrir mig að halda áfram. Áður cn ég held áfram má þvi varla minna vera en að ég slái einn eða tvo varnagla, án þess þó, að ég vilji gera sjálfan mig óábyrgan orða minna. Umfram allt vil ég taka það fram, að mér er það fyllilega Ijóst, að þau fáu atriði, sem ég enn á eftir að drepa á, eru fjarri því, að vera svo mikið sem byrjun á skýringu eða greiningu á íslenzku þjóðfélagi. Mér er það ekki síður ljóst, að jafnvel um þessi fáu atriði getur skólakennari ólærður í þjóðfélagsfræðum ekki sagt ýkja margt stórvægilegt án þess að eiga það sífellt á hættu, að hafa algjörlega á röngu að standa. Með þessum fyrirvara, sem ég raunar vona að sé óþarfur, ætla ég þá að hætta á örstutta athugun á sambandi þjóðlífs og skólakerfis á íslandi. Sú at- hugun snýst um tvær staðreyndir í ís- lenzku þjóðlífi. Idvort þær eru allra mikilvægastar, veit ég ekki, en þær eru þess eðlis, að þær hljóta að verða lagðar til grundvallar íslenzku skólakerfi, þótt eflaust komi þar margt annað til. Fyrri staðreyndin er einföld og aug- Ijós, og um hana þarf í rauninni ekki að fara mörgum orðum: ísland er nýtízkt vestrænt menningarland, og íslenzkt þjóð- félag er nútímamenningarþjóðfélag. Eg hefi hér einkum í huga hina svokölluðu ytri menningu, því að hún skiptir mestu máli í því sambandi, sem hér er urn að ræða. Slíkt þjóðfélag einkennist af til- tölulega margbrotnum lifnaðarháttum og fjölþættu atvinnulífi með ýtarlegri verka- skiptingu. Kjörorð þcss er „tækni", og kröfur þess til skólakerfisins eru í sam- ræmi við það: skólakerfið á að þjóna at- vinnulífinu. Þessar kröfur eru eins skýrar og einfaldar og tæknin sjálf, og þeim má fullnægja mcð einfaldri skipulagningu. Engri menntun er jafnauðvelt að sjá mönnum fyrir og tæknimenntun. Það er því í sjálfu sér lítið áhyggjuefni í slíku þjóðfélagi, þótt skólakerfinu sé áfátt í þessum efnum; úr því má bæta á skömm- um tíma og tiltölulega heilabrotalaust. Það borgar sig, í bókstaflegum skilningi, og það, sem borgar sig, á alltaf nóga for- mælendur. En vegna þess, að fáir gagnrýnendur núverandi skólakerfis eru háværari en þeir, sem krefjast meiri tæknimenntunar, langar mig aðeins að malda í móinn. Víst er það satt, að skólarnir vanrækja verk- lega menntun, og það í slíkum mæli, að þeir, scm bezt vita, telja efnahagslífi þjóð- arinnar hættu búna. Úr þessu verður að bæta, cn ég trúi því ekki, að til þess þurfi að heyja neina harðvítuga baráttu. Hið hagnýta hefir lag á að annast sig sjálft, og nauðsyn þess, að þegnar þjóð- félagsins og þjóðfélagið í heild geti unnið fyrir sér, er algjörlega óumdeild. Ef hér þarf að búast við nokkurri verulegri hættu, er ég fullviss um, að hún er öll á hinn bóginn. Óhóflegar kröfur um verknám og tæknikennslu gætu breytt skólunum í verkstæði og svipt þá tækifæri og getu til að veita þá menntun, sem hverjum þegn í lýðfrjálsu landi er nauðsynleg. Þá menntun er nú hvergi að fá nema í skólunum; verklega menntun má fá hvar sem hæfir menn starfa. Formælendum aukinnar tæknimenntunar ríður á að minnast þess, að jafnvel tæknimenntaðir menn eiga sér einkalíf, þeir eiga sér tóm- stundir og áhugamál utan vinnustaðar. Einkalíf og tómstundir krefjast mennt- unar og undirbúnings, ekki síður en arð- vænleg og nytsöm störf. Og það er cin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.