Andvari - 01.07.1962, Side 45
ANDVARl
SKÓLAKERFI OG ÞJÓÐFÉLAG
155
sldlningi getum við Islendingar tæpast
stært okkur í dag, og ég hefi hér að fram-
an reynt að sýna fram á það, að okkur er
vorkunn.
Ég er hálfhræddur um, að ég hafi nú
mildað svo umræðuefni mitt og vanda-
málin, sem því eru samfara, að varla sé
sæmandi fyrir mig að halda áfram. Áður
cn ég held áfram má þvi varla minna
vera en að ég slái einn eða tvo varnagla,
án þess þó, að ég vilji gera sjálfan mig
óábyrgan orða minna. Umfram allt vil
ég taka það fram, að mér er það fyllilega
Ijóst, að þau fáu atriði, sem ég enn á
eftir að drepa á, eru fjarri því, að vera
svo mikið sem byrjun á skýringu eða
greiningu á íslenzku þjóðfélagi. Mér er
það ekki síður ljóst, að jafnvel um þessi
fáu atriði getur skólakennari ólærður í
þjóðfélagsfræðum ekki sagt ýkja margt
stórvægilegt án þess að eiga það sífellt á
hættu, að hafa algjörlega á röngu að
standa. Með þessum fyrirvara, sem ég
raunar vona að sé óþarfur, ætla ég þá að
hætta á örstutta athugun á sambandi
þjóðlífs og skólakerfis á íslandi. Sú at-
hugun snýst um tvær staðreyndir í ís-
lenzku þjóðlífi. Idvort þær eru allra
mikilvægastar, veit ég ekki, en þær eru
þess eðlis, að þær hljóta að verða lagðar
til grundvallar íslenzku skólakerfi, þótt
eflaust komi þar margt annað til.
Fyrri staðreyndin er einföld og aug-
Ijós, og um hana þarf í rauninni ekki að
fara mörgum orðum: ísland er nýtízkt
vestrænt menningarland, og íslenzkt þjóð-
félag er nútímamenningarþjóðfélag. Eg
hefi hér einkum í huga hina svokölluðu
ytri menningu, því að hún skiptir mestu
máli í því sambandi, sem hér er urn að
ræða. Slíkt þjóðfélag einkennist af til-
tölulega margbrotnum lifnaðarháttum og
fjölþættu atvinnulífi með ýtarlegri verka-
skiptingu. Kjörorð þcss er „tækni", og
kröfur þess til skólakerfisins eru í sam-
ræmi við það: skólakerfið á að þjóna at-
vinnulífinu. Þessar kröfur eru eins skýrar
og einfaldar og tæknin sjálf, og þeim má
fullnægja mcð einfaldri skipulagningu.
Engri menntun er jafnauðvelt að sjá
mönnum fyrir og tæknimenntun. Það er
því í sjálfu sér lítið áhyggjuefni í slíku
þjóðfélagi, þótt skólakerfinu sé áfátt í
þessum efnum; úr því má bæta á skömm-
um tíma og tiltölulega heilabrotalaust.
Það borgar sig, í bókstaflegum skilningi,
og það, sem borgar sig, á alltaf nóga for-
mælendur.
En vegna þess, að fáir gagnrýnendur
núverandi skólakerfis eru háværari en
þeir, sem krefjast meiri tæknimenntunar,
langar mig aðeins að malda í móinn. Víst
er það satt, að skólarnir vanrækja verk-
lega menntun, og það í slíkum mæli, að
þeir, scm bezt vita, telja efnahagslífi þjóð-
arinnar hættu búna. Úr þessu verður að
bæta, cn ég trúi því ekki, að til þess
þurfi að heyja neina harðvítuga baráttu.
Hið hagnýta hefir lag á að annast sig
sjálft, og nauðsyn þess, að þegnar þjóð-
félagsins og þjóðfélagið í heild geti unnið
fyrir sér, er algjörlega óumdeild. Ef hér
þarf að búast við nokkurri verulegri hættu,
er ég fullviss um, að hún er öll á hinn
bóginn. Óhóflegar kröfur um verknám og
tæknikennslu gætu breytt skólunum í
verkstæði og svipt þá tækifæri og getu
til að veita þá menntun, sem hverjum
þegn í lýðfrjálsu landi er nauðsynleg.
Þá menntun er nú hvergi að fá nema í
skólunum; verklega menntun má fá hvar
sem hæfir menn starfa. Formælendum
aukinnar tæknimenntunar ríður á að
minnast þess, að jafnvel tæknimenntaðir
menn eiga sér einkalíf, þeir eiga sér tóm-
stundir og áhugamál utan vinnustaðar.
Einkalíf og tómstundir krefjast mennt-
unar og undirbúnings, ekki síður en arð-
vænleg og nytsöm störf. Og það er cin-