Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 50

Andvari - 01.07.1962, Síða 50
MATTIIÍAS JÓNASSON: Afstaðan milli kynslóðanna i. Ung kynslóð þráir jafnan lífsreynslu, eldri kynslóðin telur sig hafa öðlazt hana. Með þessu slagorði mætti auðkenna af- stöðumun reynslulítilla ungmenna og lífsreyndra foreldra þeirra. Æskan þráir að kynnast sem flestu af eigin raun. Þekk- ingarþráin, ein sterkasta eðlishvöt manns- ins, laðar hana til að kanna og sannreyna það, sem henni er ókunnugt og dular- fullt. Þessi reynsluáhugi, sem birtist hjá barni og unglingi sem forvitni og rann- sóknarhneigð, getur vaxið upp í ofur- magnaða þrá hins fullorðna, svo að hann skirrist jafnvel ekki við að fórna heilsu sinni og hamingju né hikar við að af- hjúpa ráðgátu, þó að lausnin geti leitt til tortímingar mannkynsins. Reynsla, sem er keypt svo dýru verði, verður dýrmæt sjálf. Fæstar ályktanir þykja okkur nægilega rökstuddar, nema þær styðjist við reynslu, og til reynslunn- ar leitum við gagnvart hverjum vanda. 1 gervi sögunnar verður okkur fortíðin öll ótæmandi reynslusjóður. Meðfram af þessu mati vex það seið- magn, sem fortíðin hefur á hugi okkar. I Iugarflug skálda leikur sér fyrst og fremst að fortíðinni, gæðir hana lífi, endurspegl- ar í hcnni vandamál nútímans. Miklu veikara er seiðmagn framtíðarinnar. Fá skáld velja sér yrkisefni úr ókominni tíð né lýsa lifnaðarháttum og menningu þró- unarstiga, sem enn eru hulin blámóðu framtíðarinnar. Anda skáldsins lætur bet- ur að skapa persónur og viðburði, senr eiga að hafa lifað og gerzt fyrir árþús- undi, en að draga upp myndir úr lífi, sem lifað mun verða eftir þúsund ár. Jafnvel hið Ijósasta ímyndunarafl virðist daprast gagnvart ótæmi þróunarmöguleikanna. Um það eiga þó ekki allar tíðir sam- merkt. Við höfum spurn af kynslóðum, sem túlkuðu tilvist sína út frá fjarlægu, yfirskilvitlegu markmiði. Þetta sjónarmið var mikils ráðandi í öllum trúarbrögðum, áður en þau steinrunnu í sögu og hefð. En nútímamanninum er uppruninn hug- stæðari en tilgangurinn. Við hlerum eftir hræringum og tónbrigðum eigin verund- ar. Og mannkynssagan er smásjáin, sem við skoðum eðli okkar í. Atburðir samtíð- arinnar verða okkur ljósari, ef við vörpum þeirn á sýningartjald sögunnar. Því gerast á okkar dögum svo furðuleg atvik, að skáld, sem vill sýna samtíð sinni, hvert hún stefnir, ritar skáldsögu um tíð Isaks, Jakobs og Jóseps eða þeirra fóstbræðra Þorgeirs og Þormóðar. Þessi eðlislæga trú mannsins á leiðsagn- argildi fortíðarinnar ákvarðar afstöðu eldri kynslóðarinnar til æskunnar. Við viljum, að æskan taki reynslu okkar, eins og hún hefur safnazt kynslóð fram af kynslóð, sem gilda leiðsögn handa sjálfri sér og spari sér þannig krókaleiðir og refil- stigu, sem við höfum villzt um. M. ö. o.: I krafti dýrkeyptrar reynslu sjálfra okkar krefjumst við þess að verða æskunni leið- beinendur og fyrirmynd. Við viljum ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.