Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 51

Andvari - 01.07.1962, Page 51
ANDVARl AFSTAÐAN MILLI KYNSLÓÐANNA 161 })ola, að uppvaxandi kynslóðir endurtaki fálm og villur, sem okkar eigin kynslóð urðu svo dýrkeyptar. Þessari kröfu höldum við fram á hverju sviði menningar og mannlegs atferlis, en verðum hennar ekki alls staðar jafn ljós- lega meðvitandi, af því að á flestum svið- um mætir hún engri andstöðu. Æskan vex mótþróalaust inn í margvísleg hefð- gróin menningarform, talar t. d. þá tungu, sem hún elst upp við, gengur viðnáms- laust inn í trúrækniskipulagið, gerist nám- fús á tækni okkar og verkmenningu. Eigi að síður metur hún reynsluforða liðins tíma út frá öðru sjónarmiði en eldri kyn- slóðin. Hið ólíka og oft andstæða mat kynslóðanna kemur einkum fram á þeim sviðum, sem snerta einstaklingsfrelsið eða menningartúlkun listarinnar. Trú og list sýna þennan afstöðumun greinilega. í trú- málum ríkir nú kyrrð; nýjar stefnur og skarpar andstæður koma þar ekki fram eða vekja aðeins athygli á takmörkuðu svæði, ef þeirra verður vart. Þær valda að minnsta kosti engri togstreitu milli eldri og yngri kynslóðar. En í listinni, sem túlk- ar m. a. einstaklingsbundið viðhorf gagn- vart hefð og siðum, tendrast sífellt upp- reisnarandi. Hvort sem við lítum á tón- list, myndlist eða orðsins list, sjáum við byltingaröfl rísa gegn gróinni hefð. Og þar er æskan engan veginn fús að taka reynslu eldri kynslóða sem óyggjandi leiðsögn. Samt lcnda eldri og yngri kynslóð hvergi í jafn krappri andstöðu og á siðgæðissvið- inu, þar sem hefðbundið siðalögmál þreng- ir að vilja einstaklingsins. Frá fornu fari var krafa eldri kynslóðarinnar, að upp- vaxandi æska hlíti forsjá hennar, hvergi ákveðnari en þar. Flestum mönnum á íullorðins aldri er eiginleg sú tilfinning, að þeir eigi hlutdeild að uppeldi æskunn- ar og beri að sínu leyti ábyrgð á velferð hennar, en æskunni beri aftur á móti að beygja sig fyrir vilja eldri kynslóðarinn- ar og semja sig að hinu viðurkennda siða- lögmáli. Reynsla okkar af öðrum viðskiptum við æskuna styrkir þessa trú. Hin mynduga krafa eldri kynslóðarinnar mætir á flest- um sviðum þakklátum skilningi æskunn- ar. Barnið er gætt furðulegu næmi og gerist afar námfúst á hina fjölbreytileg- ustu þekkingu. Einmitt eldri kynslóðin hefur þessa þekkingu á valdi sínu. Því viðurkennir æskan forsjá hennar og tek- ur þekkingu hennar fullgilda, — jafnvel eftir að hún finnur, að hún er meinlega takmörkuð og vafasöm í mörgum atriðum. Um leið og æskan innrætir sér þekkingu eldri kynslóðarinnar, öðlast hún smám saman skilning á því, að mannkynið stendur í baráttu um þekkinguna og hverri kynslóð ber að fylkja sér undir merki hinnar næstu á undan. Henni skilst, að hver kynslóð var heil og falslaus í við- leitni sinni, þó að árangurinn væri jafn- an ófullkominn. Hún sér, að eldri kyn- slóðin beitir í lífsbaráttu sinni sömu þekk- ingunni og hún innrætir æskunni. Frurn- atriði reiknings, sem ég kenni barni, eru nákvæmlega þau sömu og ég nota sjálfur, þegar ég reikna tekjur mínar, hagnað minn eða tap. Ég kenni því t. d. ekki, að 2 X 4 = 9, þó að auðvelt væri að inn- ræta börnum slíkar villur. Ef ég kenni unglingi erlenda tungu, kemur honum aldrei til hugar, að handlciðslu minni sé ekki fyllilcga treystandi, að því leyti sem þekking mín nær til. Hann verður aldrei gripinn þeim geig, að ég innræti honum vísvitandi rangar merkingar orða, aðrar en ég noti sjálfur. Hann treystir heilindum mínurn á þessu sviði. Þetta er meginatriði allrar fræðslu: traust ungmennisins á liandleiðslu fræð- arans. Að því marki sem æskan viður- kennir handleiðslu eldri kynslóðarinnar, er fræðslan henni sjálfsögð og kærkomin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.