Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 53

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 53
ANDVARI AFSTAÐAN MILLI KYNSLÓÐANNA 163 liverfa. I sveitum landsins er starfið að vísu enn samrunnið heimilinu, en fjöl- mennið er horfið, og því vinnst enginn tími til að rækja þá verkmenningu, sem áður var aðall góðs heimilis. Brauðið, sem var bakað, voðin, sem var ofin á heimilinu sjálfu, var meira en einber matur og klæði. Þau voru tákn hagleiks og verk- menningar. Nú kaupum við matvælin að hálfu eða öllu leyti tilreidd, fatnaðinn fullunninn, muni til híbýlaprýði, — sölubúðir hafa leyst frá störfum á heim- ilinu marga iðjusama og listhaga hönd. Starfið er að hverfa af heimilinu út á ópersónulegan vinnustað, í verksmiðjuna, á eyrina, í skrifstofuna. Ópersónulegur vinnustaður tekur við því hlutverki, sem heimilið rækti áður í verkmenningu þjóð- arinnar. Heimilið er ekki lengur sú menn- ingarstoð, sem það var fyrr á tíð; verk- stöðin hefur haggað grunni þess. Því er samfélagsaðstaða nútímaheimilis óákveðin og uppeldisstefna þess reikandi. Meðan móðirin gerir heimilið að aðal- starfssviði sínu, helzt þó allt í skorðum gagnvart uppeldi barnsins. En einnig inn á hennar svið hefur atvinnubyltingin gripið; hin ópersónulega verkstöð dregur móðurina til sín. Þessi breyting á starfs- sviði og menningarhlutverki konunnar er einn mikilvægasti þátturinn í samfélags- byltingu nútímans. í fyrsta lagi missir heimilið telpuna hálfvaxna. Heima er ekkert að starfa handa henni, fyrr en hún stofnar heimili sjálf. A þeim árum, sem húsmóðurhæfi- leikarnir ættu að þjálfast í starfi, stundar unga stúlkan ópersónuleg störf, sem at- vinnumarkaðurinn býður, og temur sér lifnaðarhætti, sem eru fjarskyldir hlut- verki húsmóðurinnar. Því veitist margri stúlku erfitt að rækja það, þegar móður- og heimilisskyldan kallar. 1 öðru lagi dregur hinn ópersónulegi vinnustaður móðurina sjálfa út af heim- ilinu og tvískiptir þannig áhuga hennar og starfskröftum. Því meir sem heimilið er rúið fornri verkmenningu, því minna aðdráttarafl hefur það á hug og starfsorku ungra kvenna. Heimilið er að verða svo smávægilegt atriði í lífi manns, að táp- mikilli konu þykir það of lítið verksvið. Atvinnusjónarmiðið, hin ópersónulega verkstöð, er að ná yfirhönd. Aðdráttarafl þess fer vaxandi. Ef konunni tekst ekki að finna sér nýtt menningarhlutverk á heimilinu, blasir sú þróun við, að það verði henni ígripasvið og aukastarf. Því að heimilið er í þriðja lagi að glata þýðingu sinni sem miðstöð fjölskyldu- lífsins. Eftir því sem þungamiðja starfsins fjarlægist heimilið, dregur það einnig persónuleika starfsmannsins burt frá því. Þessi þróun hefur bein áhrif á siðgæðis- hugmyndir manna. Á blómaskeiði heim- ilisins, meðan það var höfuðból almenn- ingsfræðslu og verkmenningar, var hjóna- band nær ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir stofnun þess. Yfir þeim skilningi vakti strangt almenningsálit, sem lék einstakl- inginn stundum hart, en studdi heimilið sem mikilvæga stoð siðgæðisins. En um leið og atvinnubyltingin raskaði samfé- lagsaðstöðu heimilisins, sljóvgaðist siða- vitund almenningsálitsins. Á síðustu ár- um fæðist rúmlega fjórða hvert barn óskilgetið hér á landi. Margir af foreldr- um þessara lausaleiksbarna stofna raun- verulega heimili, en fjölmargir feður sinna börnum sínurn alls ekki og greiða aðeins lögþvingað meðlag. Því hrekst mörg ein- stæðingsmóðir með barn sitt, giftist að lokum manni, sem því er óskyldur, eða lifir ógift og vinnur eftir getu fyrir óskil- getnum börnum sínum. Á þessu er sýnt, að heimilið er að missa innri festu sína, ábyrgðarvitund foreldra gagnvart ófæddu barni er að sljóvgast og uppeldishlut- verkið að verða þeim ofviða. Hið ófull- komna eða sundraða foreldraheimili er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.