Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 56

Andvari - 01.07.1962, Síða 56
166 MATTHÍAS JÓNASSON ANDVARI þó aðeins rædd hin samfélagslega og nppeldislega hlið. Atvinna barna og unglinga leiðir til þess, að þau fá snemma nokkur fjárráð og þurfa ekki lengur að sætta sig við naumt skammtaðan vasapening. Ef benda ætti á tvö atriði, þar sem íslenzkir ungl- ingar skera sig mest úr æsku annarra, okkur blóðskyldra þjóða, myndi ég nefna fjárráð og skemmtanalíf. Hvorttveggja stingur mjög í stúf við fastar mótaðar venjur með öðrum þjóðum. Innri upp- lausn heimilisins á sinn þátt í því. Ungl- ingarnir, sem áður voru fjárhagslega ltáðir foreldrum sínum, hafa nú svo rnikil fjárráð, að þeir eru orðnir þýðingarmikill aðili að skemmtanafjárveltunni. Eins og unglingurinn tekur hinn full- orðna sér til fyrirmyndar á atvinnumark- aðnum, þannig likir hann eftir bonum í skemmtanalífinu. Hann lítur á það sem sönnun fyrir fullþroska og sjálfræði, að hann geti notið og megi njóta þeirra nautna og skemmtana, sem hinum full- orðnu þykja eftirsóknarverðar. Og rétt sinn til hvers konar nautna leiðir hann af þeirri staðreynd, að hann getur veitt sér þær fyrir eigið fé. Þeir, sem minni fjár- ráð hafa, berast þó með straumnum og reyna með öllum ráðum að tolla 1 tízk- unni. Því fer svo að lokum, að unglingar, sem enn eru á skólaaldri og raunverulega á framfæri foreldra sinna, setja ákveðinn svip á skemmtanalífið og neita sér ekki um neitt, sem fullorðnir telja sér til yndis- auka. En ótímabærum nautnum fylgir margvísleg hætta. í þessurn spegli hræðist eldri kynslóðin sína eigin mynd. Hann sýnir henni, hví- líkt regindjúp er staðfest milli þess, sem hún ætlaði sér að gera fyrir uppvaxandi kynslóð, og hins, sem bún gerði raun- verulega. Frammi fyrir þessum spegli verður henni Ijóst, að kröfu hennar urn að ráða •—• í krafti þroskaðri siðgæðis- vitundar og meiri lífsreynslu — fyrir sið- gæðisþróun æskunnar, skortir samkvæmni og myndugleika. Æskan afneitar siðaboð- um ohkar, en fylgir fordæmi okkar. Hér sýnir sig, hvað gerist, þegar brotið er gegn meginlögmáli allrar fræðslu. Æskan verður að finna, að leiðsögn okkar sé veitt af fullum heilindum, að ekki sé áberandi misræmi milli þess siðgæðis, sem við viljum innræta henni, og hins, sem við látum ráða í okkar eigin hegðun. Hún þarf að sannfærast um, að við lít- um á kröfuna um hófsemi, hreinlífi, sannlciksást og heiðarleika sem bindandi lögmál í okkar eigin verknaði. Þegar við hvetjum ungling til að temja sér hófsemi og forðast skaðlegar nautnir, þegar við skýrum fyrir honurn þá mannhelgihug- sjón, sem liggur til grundvallar hrein- lífiskröfunni, bendum honum á nauðsyn sannleiksástar og drenglyndis í öllum samskiptum manna, þá verður hann að finna, að þetta sé okkur hjartfólgið mál og að við keppum sjálf að því að raun- hæfa þessar hugsjónir í okkar eigin líf- erni. í þeirri tilfinningu felst sterkasta hvötin. Ef hann aftur á móti grunar, að boðskapur okkar sé einber kenning, að- eins krafa á hendur öðrurn, en ekki bind- andi fyrir okkur sjálf, þá tekur bann leið- sögn okkar ekki alvarlegar en ef við kenndum honum vísvitandi ranga marg- földunartöflu eða brjálaðar merkingar í erlendu tungumáli. Þessi orð mín má ekki skilja sem kröfu um syndleysi og fullkomleika. Ég veit, að maðurinn er breyskur í innsta eðli sínu, og að bilið milli þess, sem er, og þess, sem ætti að vera, verður aldrei brúað til fulls. En ef hann hættir að keppa eftir að raunhæfa í líferni sínu þau siðgæðismæti, sem hann veit að eru algild og óhagganleg, þá er það ekki breyskleiki í kristilegri merkingu, heldur uppgjöf gagnvart siðgæðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.