Andvari - 01.07.1962, Síða 64
174
SIGURBJÖRN EINARSSON
ANDVARl
ur sagði við mig að lokinni útför. Hann
sagði: llver ber eiginlega ábyrgðina á
slíkum atburði sem þessum? Erum við
ckki allir sekir, allir góðir borgarar þessa
bæjar og lands? Hvar eru ræturnar að
lánleysi þessa ungmennis? Hvar yrði stað-
ar numið, ef rekja ætti þær allar? Og
bver væri þá með öllu saklaus af því, sem
gerðist hér?
Þegar Martin NiemöIIer slapp úr fanga-
búðum, þar sem hann hafði verið þrælk-
aður í 8 ár vegna andstöðu sinnar gegn
nazismanum, var það hans fyrsta verk að
lýsa yfir því, að hann væri samábyrgur
þjóð sinni um þá glæpi, sem hún hafði
drýgt. Idann vildi segja þetta: Það eru
ekki nokkur hrakmenni, sem bera ábyrgð
á þeim hörmungum, sem yfir heiminn
hafa dunið, og það er ekki nóg að útrýma
þeim, vér berum allir ábyrgð, vér þurfum
allir að breytast, allir sameiginlega að gera
yfirbót og bæta þannig fyrir það, sem vér
höfum gert.
Þýzkir kirkjuleiðtogar, sem höfðu orð-
ið hvað harðast úti í sviptingum fyrirfar-
andi ára, tóku undir þetta. Þróun mála
cftir stríðið hefði vísast orðið talsvert önn-
ur, ef slíkur andlegur manndómur hefði
verið almennur, ef hreinsanirnar eftir
stríð hefðu ekki verið fólgnar í því einu,
að sigurvegararnir sýknuðu sjálfa sig ger-
samlega um leið og þeir komu grimmi-
legum hefndum fram við útvalda söku-
dólga, cinmitt til þess að koma þeirri
blekkingu inn hjá mannkyninu, að nú
væri réttlætinu fullnægt og borgið.
Svo gerðist sú eftirminnilega saga næstu
misserin á eftir, að samvizka heimsins var
nánast blind í bili á mannlega neyð, ef
hún var þýzk. Meira að segja Rauði kross-
inn varð sums staðar að varast að nefna
það, að hjálparstarf hans gæti náð til
þýzkra barna, foreldralausra, nakinna,
soltinna, eða til örkumla manna á vonar-
völ þar í landi. Liðsinni við þýzk afhrök
hefði gert alla starfsemi þessara líknar-
samtaka tortryggilega í augum allt of
rnargra. Gamla formúlan sem sé, aðeins
voru það ekki aðalsbornir aríar, sem í
krafti ættargæða sinna máttu leyfa sér allt
gagnvart manneskjum af óæðra tagi, held-
ur voru það margir réttlátir, sem létu
rangláta sæta maklcgu straffi.
III.
Einhverjum kynni að virðast það, sem
ég hef rætt hér, nokkuð fjarlægt vett-
vangi. En ég hef ekki talað á þennan veg
í því skyni að leiða athygli frá því, sem
er nær bæjardyrum og meir í færi við
oss. Það sem oss vantar er það, að vér
finnum blátt áfram ekki nóg til, kennum
ekki nóg í brjósti, höfum of rólega sam-
vizku. Það er hin rólega samvizka, sem
hleypir storknun í mannlegt blóð, hvort
sem hún er róuð með beinum inngjöfum
í því skyni að væða manninn til grimmd-
ar, — í hugsun, ef ekki atferli, sem hefur
ekki verið allsjaldgæft á vorurn tímum, —
eða hitt er, sem er ennþá algengara, að
svefnþorn sinnuleysis og sjálfshugðar
svæfir hana.
Isak Newton sagði einu sinni: Þegar
ég svipast um í heiminum, sé ég stóran
hlaða af hörmungum og lítinn hlaða af
hamingju. Þrá mín er sú, að ég mætti á
hverjum degi ná dálítilli ögn úr ógæfu-
hlaðanum og bæta henni í litla hlaðann,
svo að hann verði ofurlítið stærri — þótt
ekki væri með öðru en að hugga lítið
barn, sem hefði týnt einseyringnum sín-
um, með því að gefa því annan einseyr-
ing. En feginn vildi ég geta gert nokkru
meira.
Ég vil beina hugsun vorri í sömu átt
og þessi orð miða. Vér lifum í heimi, sem
ber þungar byrðar. Og það er vor heimur.
Það er vort eigið líf, sem líður í þrautum
hans. Bágstaddur einstaklingur, sem á
vegi þínum verður, er fyrst og fremst ein-