Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 75

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 75
ANDVARI GOÐINN FRÁ X'ALÞJÓFSSTAÐ 185 honum banahögg. Var orustunni þar með lokið. Atta menn féllu úr liði þeirra Eyjólfs og Hrafns. Átta menn féllu einnig af þeirri hundrað manna sveit, sem fylgt Iiafði Þorvarði austan úr fjörðum. Þar á meðal var Finnbjörn Helgason móður- hróðir hans, scm lézt nokkru síðar af sár- um eftir bardagann. Eftir Þverárbardaga er Þorgils saga skarða því nær ein um að skýra frá sam- skiptum þeirra Þorgils og Þorvarðar. Við hana er það að athuga, að þótt höfundur- inn virðist fljótt á litið segja eindregið kost og löst á söguhetjunni, þá dylst ekki við nákvæma athugun, að eftir því sem á líður söguna kemur í ljós, að hún er ekki fyrst og fremst atburðasaga, heldur skrifuð til vegsemdar Þorgilsi. Þótt það dyljist lesanda til að byrja með, þá er sagan í raun og veru einhliða áróðursrit fyrir Þorgils. Afsanna þar ekkert cinstök atriði sem virðast skýrð af hlutlausum sjónar- votti. Áróðursgildi sögunnar í hcild er það þungt á metunum, að ávirðingar Þor- gils gleymast lesanda en um hann á að skapast einhver dýrðarljómi. Höfundur ætlar lesanda að sjá söguna alla í heild lrá sama brennipunkti, þannig að skugg- arnir falli frá Þorgils yfir á samtiðarmenn hans og þá ekki sízt Þorvarð Þórarinsson. En svo slyngur er höfundur í þessari blekkingariðju sinni, að honum hefur tekizt að skapa um minningu þessa manns eins konar helgi eða dýrlingsljóma. Þó cr það vitað, að þessi maður sveifst einskis fyrir metorð og völd, að selja land sitt og þjóð erlendu valdi. Lesandinn þarf því að vera vel á verði gegn því að láta ekki áróðurinn villa sér sýn og sljóvga dómgreind sína, en skoða atburði sög- unnar jafnframt frá annarri hlið eða sjónarhól, þannig að Þorgils fái þó ekki meira en honum ber. Ekki þarf að draga það i cfa, að höf- undur Þorgils sögu hefur af ráðnum hug þagað um sum atriði samninganna, sem fram fóru á fundinum á Rauðsgili. Eins og Þorvarður hét Þorgilsi að styðja hann til valda í Skagafirði, ef þeim yrði sig- urs auðið, þá hafa þcir Sturla og Þor- gils jafnframt heitið að styðja Þorvarð til valdatöku í Eyjafirði. Það er hægt að halla réttu máli með þögninni einni sam- an. Sést það berlega á því, sem hér verð- ur sagt. Eftir fall Eyjólfs Þorsteinssonar var fundur stefndur við Djúpadalsá. Komu þar margir héraðsmenn. Beiddi Þorvarður sér þá viðtöku af bændum sem þeirra höfðingja. Fluttu með honum málið Þorgils og Sturla. Var að því gerð- ur lítill rómur, og vildu bændur ekki við honum taka. Töldu þeir Þorvarð sagðan ofsamann mikinn í skapi, févana mjög og ætti þó að svara stórum vandræðum. Við þessa frásögn er það að athuga, að ekk- crt af því, sem vitað er um Þorvarð af heimildum, gefur til kynna, að þctta sé rétt, fremur hið gagnstæða. En engin undur voru, þótt bændur væru tregir til að taka við óþekktum höfðingjum, sem ef til vill færu með ófriði um héruð þeirra. Ekki hefur Þorvarði þótt Þorgils styðja mál sitt á fundinum sem hann hefði óskað. Af fundi þessum riðu þeir þar til þeir komu í Skagafjörð þar sem stefndur var fundur við Vallalaug. Falast þá Þor- gils eftir liðveizlu Þorvarðar sem hann hafði honum heitið til héraðs í Skaga- firði. En Þorvarður færðist undan, sagði þar einskis mundu sín orð metin. Síðan hrekkur eins og óvart úr penna höfundar Þorgilssögu: „Þótti honum Þorgils eigi verið hafa tillagamikill í Eyjafirði." Fóru þeir svo af fundinum, að bændur gerðu engan kost á að taka við Þorgilsi. Næsti fundur þcirra varð svo að Grund í Svarfaðardal. Ræddu þeir þar um mál sín og ekki sízt það, að Heinrekur biskup á Hólum hafði lýst þá í bann og alla þá menn, cr á Þverárfundi voru. Ilafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.