Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 76

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 76
186 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVARI Þorvarður leitað eftir viðtöku bænda, en fékk eigi. Réðu þeir af að ríða til móts við biskup og freista þess að leita sætta. Lauk því svo, að biskup sættist við Þor- gils og tókst með þeim vinátta upp frá því, enda báðir trúir þjónar konungs- valdsins. Þá leysti biskup og Þorvarð úr banni. Varð þá góður skilnaður með þeim frændum, og reið Þorvarður austur í fjörðu. Frá því þetta gerðist getur sagan þess ekki, að þeir frændur fyndist nær því í tvö ár eða ekki fyrr en á alþingi 1257. Er sagt, að þá hafi orðið með þeim fagnafundur. Málum var þá þann veg báttað, að Þórður kakali var andaður, en konungur bafði skipað Þorgilsi Eyjafjörð og bændur játað honum skatti. Ólíklegt er, að Þorvarður bafi um það vitað fyrr en á þinginu, því að nú skarst fljótlega í odda þeirra í milli. Hafði Þorgils ónýtt skóggangssök, sem Þorvarður höfðaði gegn manni, sem verið hafði framarlega í aðförinni að Oddi bróður hans í Gcld- ingabolti. Fór svo, að maðurinn varð ckki sóttur. „Þóttust menn sjá, að báðir lögðu á mál þessi mikla þykkju.“ Það verður aldrei um deilt, að enginn höfðingja þessa tímabils barðist eins ein- arðlega gegn íhlutun hins erlenda valds á Islandi og Þorvarður Þórarinsson. Og enda þótt sagan þegi þar um, hefur kon- ungsskipan Þorgils yfir Eyjafirði verið aðalágreiningsefnið á þinginu. Þorvarði hefur þótt, sem hér væri hann svikinn um stuðning þeirra félaga til valda í Eyja- firði, og auk þess væri hér framið ofbeldi og lögleysa og traðkað á íslenzkum lög- um og rétti. Sannar það bezt, að af þing- inu reið hann beint austur yfir ár að Kcldum til fundar við Steinvöru tengda- móður sína. Fékk bún honum í hendur bú á Grund í Svarfaðardal og allar heim- ildir þær, er hún bafði erft í Eyjafirði eftir Þórð bróður sinn. Sagt var að hún eggjaði Iiann á að halda sem bann væri drengur til. Llm baustið settist svo Þor- varður í bú það á Grund, sem Steinvör hafði gefið bonum. Þorgils reið brátt til Eyjafjarðar. Hóf þá Þorvarður tilkall til héraðs þar á ný, sem hann að landslög- um hafði ótvíræðar heimildir til. Þor- gils vildi eigi laust láta, kvaðst hafa til þess konungsskipan og jáyrði bænda. Fundust þeir nokkrum sinnum um haustið og féll með þeim heldur fálega, en ávallt stilltu þeir orðum sínum í hóf. Var Þorgils á öllum fundum fjölmenn- ari. Af því, sem hér hefur verið sagt, má glöggt sjá, að Þorvarður hefur af Þor- gilsi verið margsvikinn í samningum og réttur hans freklega fótum troðinn. Það gegnir því mikilli furðu að Þorgilssaga skuli hvað eftir annað endurtaka að Þor- gils treysti ávallt Þorvarði sem hezta vini. Eftir fundinn á alþingi gat ekki um neina vináttu verið að ræða. Annaðhvort fer sagan hér ekki rétt með eða Þorgils hefur í sjálfbirgingsskap sínum verið svo grunn- hygginn að skilja ekki, að Þorvarður hef- ur verið of stór og ríklundaður til þess að geta unað því, þar sem liann stóð í fullum rétti, að honum væri af fulltrúa erlends valds skipað sem þræli. Þegar hér var komið, var mælirinn fullur. Þorvarður ákvað að ráða Þorgils af dögum. Áður en lengra er haldið, skal þess getið, að sagan segir: „Þorvarður úr Saurbæ var hinn mesti vin nafna síns af bændum í Eyjafirði og hafði Þor- varður Þórarinsson jafnan tal við hann. En hann þótti nokkuð óheill og illráð- ur.“ Hér hefur höfundi Þorgilssögu hrugðizt bogalistin, því að hrokkið hef- ur úr penna hans setning, sem telja verður harðla merkilegt atriði. Hún gerir að engu ummæli höfundar áður um vin- sældir Þorgils meðal bænda. Um það verður ekki villzt, að aðalforvígismaður bænda í Eyjafirði hefur átt verulega lilut- deild í lifláti Þorgils skarða. Sýnir það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.