Andvari - 01.07.1962, Page 82
192
SIGUHÐUK SIGURMUNDSSON
ANDVAM
Árna biskupi lagurt vitni í öllum mál-
um, scm konung varða og ekki snerta
bréfritarann sjálfan. Því næst segir:
„Ilerra í orlofi að tala, get eg flestum
verða eigi allhægt að stjórna ríkinu, nema
þeim, sem hann leggur hendur í höfuð
á sem hann vill, er svo mikið ríki hans
á landinu, að yðrir menn skulu varla svo
við Iiorfa, sem þeir þykkjast mannan til
hafa eður skaplyndi. Þingi voru réðu í
sumar Ilrafn og biskup, höfðu skammt
og meðallagi skilvíst, að því að sumum
þótti. Lögsögumaður var ógreiður og
skaut flestum málum undir biskups dóm
og annara þeirra er sýndist. Af lögréttu-
mönnum nýttist lítið.“ Bréfkafli þessi sver
sig í ætt við ræður Þorvarðar í Þorgils-
sögu um sérstætt orðaval, skýra og ljósa
hugsun. Auk þess hefur það á vorri öld
reynzt að vera elzta sönnunargagn fyrir
ríkisréttindum Islands eftir Gamla sátt-
mála.1) Af þessum stuttu bréfköflum má
glöggt sjá, hverníg stjórn og réttarfari á
alþingi var háttað. í landinu var rikjandi
millibilsástand um lög og rétt. Þjóðveldis-
lögin eru úr gildi numin og ný lögbók,
ófullkomin frumsmíð, komin í þeirra stað.
Á þinginu ræður svo Árni biskup raun-
verulega einn öllu og það eitt lög, sem
honum þóknast að kalla. Frásögn Árna-
sögu biskups um deilumál þeirra Þorvarð-
ar er merkileg. Hún bregður Ijósi yfir
það, hve heimildarlaust Árni biskup réðst
inn á verksvið leikmanna. Og einnig það,
þótt sagan sé eins og Þorgilssaga hlut-
dræg í málflutningi, má þó öruggt telja,
að Þorvarður hafi verið fyrsti valdsmað-
urinn, sem spyrnti alvarlega gegn yfir-
gangi Árna biskups. Það vill nú svo til,
að til eru hans eigin orð, sem vitna um
skoðanir hans í þessum málum og sem
hann mun hafa framfylgt til hins ýtrasta.
Árið 1255 fórust Þorvarði svo orð í við-
1) Bjöm Þórðarson: Síðasti goðinn.
skiptum sínum við Heinrek biskup,
skömmu eftir Þverárbardaga: ,,Allt það,
er vér höfum brotið við heilaga kirkju
og raskað guðs rétti, viljum vér leggja í
yðvarn dóm. En þær sakir, sem gerst
hafa millum vor og annara leikmanna,
skiljum vér undan yðrum dómi.“
Valdatímabili Þorvarðar var nú að
þessu sinni brátt lokið. Idafði hann að
eigin sögn ekki skaplyndi til þess að vera
við völd og koma ekki fram lögum fyrir
ofríki biskups. I annan stað hafði Árni
biskup látið svo um mælt í bréfi til kon-
ungs, að hann kæmi vel skapi sinu við
alla handgengna menn, utan við Þor-
varð, þótt engin persónuleg sakferli væru
þeirra í milli. Ennfremur lét hann uppi
þá skoðun, að hann teldi Hrafn Oddsson
bezt fallinn íslenzkra manna að ráða öllu
Islandi. Út af þessum málum hafa þeir
farið utan allir og það á sama skipi,
Hrafn, Sturla og Þorvarður haustið 1277.
En skipið braut við Færeyjar. Urðu þeir
þar kyrrsettir um veturinn, en komust
til Noregs næsta vor. Sumarið 1279 komu
þeir svo út báðir, Hrafn og Þorvarður,
herraðir af konungi. Magnús konungur
hafði þá gert að vilja Árna biskups og
gert Idrafn merkismann sinn og hirð-
stjóra á íslandi. Einnig kom út Ásgrímur
Þorsteinsson og hafði nú fengið sýslu
fyrir sunnan heiðar, sem Þorvarður hafði
áður Iiaft. Ekki verður með vissu vitað
hvar Þorvarður hcfur dvalið frá því hann
kom út og fram á sumar 1281. Sennileg-
ast er, að hann hafi þó verið á Austfjörð-
um. Ekki er vitað annað, en hann hafi
haidið þar hinu forna mannaforræði ævi-
langt. Sumarið 1280 komu út Jón nokkur
Einarsson og Loðinn leppur með nýja
lögbók, sem lögtekin var á alþingi sum-
arið eftir og hlaut nafnið Jónsbók. Deila
reis milli þeirra Loðins og Árna biskups
út af nokkrum atriðum lögbókarinnar.
Var Þorvarður þá einn þeirra, sem miðl-