Andvari - 01.07.1962, Page 100
210
SVliRRIIl KRISTJÁNSSON
ANDVAIII
innar tókust ekki sættir með Skúla og Hörmangarafélaginu og fór svo, að með
konungsúrskurði 16. maí 1757 var Skúla leyft eftir sem áður að láta duggur
sínar flytja nauðsynlegan varning milli íslands og Danmerkur. En á þeim sömu
árum og I Iörmangarafélagið leitaðist við að sálga þessum nýju atvinnugrein-
um í Reykjavík, rak það sjálft verzlun sína með slíkum ódæmurn, að stjórnin
varð loks að þröngva því til að afsala sér verzluninni. Járn og brýni félagsins
voru ónýt, önglar og færi, trjáviðurinn ekki hæfur í árar eða orf. Varla kom svo
nokkurt ár, að Hörmangarafélagið flytti næga kornvöru til landsins, það litla
korn sem til dæmis var flutt til landsins árið 1756 var maðkað. Sýslumenn urðu
víða um landið að brjóta upp vöruskemmur kaupmanna á vetrum til að seðja
hungur fólksins. Þetta ár dóu 100 manns úr sulti í þeim sveitum, er sóttu
verzlun í Elólminn. Þá er talið, að 1100 manns liafi orðið bungurmorða á Islandi.
Þegar Hörmangarafélagið varð að hrökklast frá Islandsverzluninni lét danska
stjórnin halda uppboð á verzlunarhöfnum landsins og skyldu þær seldar á leigu
til 6 ára. En nú brá svo við, að enginn danskur kaupmaður batið í halnirnar.
Þá varð Eggert Olafssyni að orði:
Nú vill enginn eiga þig,
ættarjörðin góða.
Að lokum neyddist konungur til að taka sjálfur að sér verzlunina við skattland
sitt og reka á eiginn kostnað 1759. Með konungsverzluninni hefst nýr þáttur í
sögu iðnaðarstofnananna í Reykjavík.
4
Vorið 1759 var Marcus Pahl, danskur rnaður, sendur til Isiands og skyldi
hann verða forstjóri konungsverzlunarinnar í Hólminum, en jafnframt hafa
eftirlit með iðnaðarstofnununum í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu hafði
Danakonungur lagt til iðnaðarstofnananna samtals 61.000 rd. og raunar 3.000
rd. betur. Það var því ekki nema cðlilegt, að stjórnin vildi hafa hönd í bagga
með þessu ljárfreka lyrirtæki og gát á, að fé konungs væri réttilega varið. Af
skipunarbréfi Pahls er auðsætt, að stjórnin hafði liinn mesta áhuga á velfarnaði
stolnananna og vildi veg þeirra sem mestan. Oll þau ár er stofnanirnar liöfðu
staðið hafði Hörmangarafélagið legið í þeim eins og grimmur hundur. Nú fengu
þær notið friðar í skjóli konungsverzlunarinnar og verndar. Þess má til dæmis
geta, að urn stundarsakir var tekið fyrir útflutning á íslenzkri ull til þess að
stofnanirnar mættu sitja fyrir kaupum á henni. I þau fáu ár sem konungs-
verzlunin stóð voru iðnaðarstofnanirnar með miklum blóma og ágóði varð af