Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 108
218
ÓLAFUR JÓNSSON
ANDVARI
þessari öld er núorðið óþreytandi að lýsa
því yfir í viðtölum að hann sé orðinn
leiður á skáldsögum og skáldsagnagerð;
hann hyggst vinna stórvirki sín í öðru
formi eftirleiðis. Hitt leikur mjög á
huldu hver sé líklegastur eftirmaður
hans, — sem leiðandi skáldsagnahöfund-
ur með þjóðinni þó ekki verði það endi-
lega í öðru eins veldi. Þeir tveir höfundar
af næstu kynslóð sem efnilegastir hafa
þótt og enda verið einna mikilvirkastir
hafa hvorugur tekið af skarið um forustu
sína þótt báðir hafi þeir margt vel gert.
Olafur Jóh. Sigurðsson er að vísu á kafi
í hálfloknum stórvirkjum, og má vera að
þau eigi eftir að auka honum hróður; en
fullkomin tök hans á íslenzku máli hafa
enn ekki nægt honum til sköpunar veru-
lega stórbrotinna verka. Guðmundur
Daníelsson vann góðan sigur með Blind-
ingsleik árið 1955 sem efldi mjög hinar
fyrri vonir manna um framtíð hans, en
ekki komst hann þar reyndar yfir hinn
fræga lierzlumun sem löngum hefur
verið milli hans og stórvirkjanna. Sögu-
legar skáldsögur hans siðan sýnast mér
allmjög að haki þeirri bók og öðrum
beztu verkum hans. Og enginn hinna
yngri höfunda virðist heldur ennþá hafa
veitt fullgilda sönnun þess að hann sé
maður sá sem koma skal.
A það hefur stundum verið bent hversu
mjókkað hefur á munum milli prósa og
ljóðs í nútímabókmenntum. Ljóðagerðin
verður frjálslegri, og sagnaskáldin koma
að sinu leyti til móts við ljóðskáldin,
temja sér skyld vinnubrögð. Tími hinn-
ar raunsæju, umfangsmiklu skáldsögu
er liðinn og virðist ekki koma aftur;
allir helztu sagnahöfundar okkar tíma
eru tilraunamenn í stíl, láta sér ekki
nægja að taka upp ný viðfangsefni
í fornu formi. Þessa sér raunar stað í
íslenzkum nútímabókmenntum þótt í
litlu sé, og athyglisvert er um leið að
umtalsverðasta viðleitni hinna yngri höf-
unda í sagnagerð fer gjarna fram í knöppu
formi, smásögu eða stuttri skáldsögu.
Jafnólíkir höfundar og Geir Kristjánsson,
Indriði G. Þorsteinsson og Thor Vil-
hjálmsson hera þessu allir vitni; og allir
eru þeir í hópi efnilegustu höfunda okk-
ar. Manni virðist trúlegt að deyfð sú
sem hér hefur verið í sagnagerð sé
senn á hvörfum og nýrra tíðinda von
innan tíðar, enda bendir sumt í þá átt.
En jafnauðsætt virðist að í slíkri þróun
hljóti allt að fara saman: djörfung í
verkefnavali, formtilraunir og vilji til
nýrrar stílsköpunar og stöðugrar stílög-
unar. Þjóðfélagsádeila hefur um sinn
legið í láginni í skáldskap, og vel má vera
að hún eigi ekki afturkvæmt á næstunni.
En sjálfur uppreisnarviljinn er nauðsyn-
legur aflvaki góðum skáldskap, vilji til
uppreisnar gegn dauðri hefð, þröngum
og sjónarhólslausum mannskilningi, list-
leysi þeirrar bókmenntafabrikku sem
gengur af tómum vana. 1 sumurn verkum
hinna yngri höfunda virðist mér mega
marka þennan uppreisnarhug, sjálfan
listviljann sem stýrir endurnýjun allra
bókmennta.
Idér á eftir verður rætt um nokkrar
helztu bækur, skáldsögur og smásögur,
sem út komu árið 1961. Ekki verður gert
neitt heildaryfirlit um sagnagerðina á
árinu, enda kleppsverk, en það er hyggja
mín að flest þau verk þar sem gætir alvar-
legrar listrænnar viðleitni komi hér til
umræðu.
2
Tveir höfundar af eldri kynslóð gáfu
út ný verk á ármu, Jakob Thorarensen og
Guðmundur Gíslason Idagalín.
Staða Jakobs Thorarensens í bókmennt
um okkar er alkunn, enda hefur henni
oft verið lýst: hann er með öllu mótaður
af skáldskaparstefnu fyrri tíðar sem raun-