Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 113

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 113
ANDVARI ÍSUiNZK SAGNAGKRÐ 1961 223 en treystir á mátt sinn og megin, er vel og hófsamlega túlkuð, og lýsing hans verður manni minnisstæðust í sögunni. í frásögninni af byggð jarla á Leiðvelli mun höfundur hafa sótt einna mest í smiðju til Barða Guðmundssonar og her- úlakenningar hans, þótt þau áhrif virðist raunar fremur yfirborðsleg. Og lýsingin á friðlandi þcirra jarlanna er reyndar öll á yfirborði. Idróðgeir hinn spaki er mátt- lítil persóna í sögunni og sömuleiðis vits- munamaðurinn Hálfur Völsungsson, fóstri hans, þótt hann muni eiga að vera and- stæða hernaðaræðis og hetjudýrkunar. Mannlegir vitsmunir Hálfs birtast aldrei í minnilegu ljósi, enda er andstæðu þeirra, hinum blindu rögnum, aldrei gerð fullgóð skil. En sú persóna sem mest á undir sér með jörlum, og sízt lánast í sögunni, er þó Borghildur dis. Ilún verður með öllu klofin í meðförum höfundar: ung, lífsþyrst stúlka, metnað- argjörn drottning jarla, blótgyðja Freys og frumkvöðull saurlífis. Þessa þætti alla megnar hann ekki að fella saman í eina persónu trúverðuga. Mann órar fyrir því að í kvenlýsingum sögunnar, Signýju, Borghildi, Njólu, hafi höfundur í hendi sér efnivið sem ætti að endast drjúgt til minnilegs skáldskapar, þessar þrjár konur bjóða heim rismikilli listrænni túlkun. En höfundur megnar ekki að lyfta þeirn upp úr orðaflaumi sögu sinnar, þær kafna þar; og sarna má raunar segja um sögu- cfnið í heild. Vel trúi ég því að Guðmundur Daníels- son hafi ætlað sér ærinn hlut með sögu sinni: í endursögn hinnar fornu goðsögu eigi að speglast með listrænum hætti ör- lagaöfl okkar eigin tíma. En með því að sjálft söguefnið, goðsögnin, hlýtur ekki lifandi, listræna túlkun í verkinu hefur höfundur ekki erindi sem erfiði; verk hans má lesa sem allgóða skemmtisögu, en sé nánar skoðað birtist listrænn van- máttur verksins. Sú persóna sem höfundi mun hugleiknust, Hlinur bjarkarfóstri, „sönghörpuskáldið", ber þetta mcð sér. Hann er dauflegur í vanmætti sínum, til- finning hans alltaf óskýr og fær aldrei lif- andi túlkun; maður skilur sízt af hverjum rótum skáldskapur hans á að vera runn- inn. I Iið samtengjandi afl verksins, óðins- sögnin, fer þar öll á dreif og megnar ekki að veita því reisn; og höfundur fær heldur ekki gert sinn eigin fulltrúa, skáldið, frið- arvininn, tengilið kynslóðanna, trúverð- ugan eða minnilegan. Þetta tvennt er að sjálfsögðu af sömu rót runnið: vanmætti höfundar fyrir ofstóru, ofþungu viðfangs- efni. 4 Saga Sigurðar A. Magnússonar, Nætur- gestir, mun vera frumsmíð hans á þessu sviði. Þar fyrir er Sigurður þegar allkunn- ur höfundur, hefur gefið út ljóðabækur, ritgerðasafn, ferðasögu; og þegar þetta er skrifað sýnir Þjóðleikhúsið eftir hann leikrit sem áður hcfur hlotið viðurkenn- ingu í verðlaunakeppni. Aukinheldur hcf- ur Sigurður nú um skeið verið aðalbók- nrenntagagnrýnandi Morgunblaðsins og þar með einn atkvæðamesti ritdómari á landinu. Gagnrýni hans hefur iðulega verið einkar snotur, vel og heiðarlega unn- in að jafnaði, og ber þar með langt af flestu því sem bér er birt undir gagn- rýnisyfirskini í dagblöðum. Þetta er ekki rifjað hér upp vegna þcss að ætlunin sé að ræða verk Sigurðar í heild; en á hitt er ástæða að minna, að Sigurður virðist, af afköstunum að dæma, einkar fjölhæfur höfundur og verður vart dæmdur til hlít- ar af einu verki. En því er sízt að leyna, að í Næturgestum verða honum á glöp sem sæta furðu um bókmenntafróðan mann sem þess utan hefur gagnrýni að aðalstarfi. Kannski ber að forðast að gera hærri kröfur til Sigurðar en annarra byrj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.