Andvari - 01.07.1962, Page 119
ANDVARI
ÍSLENZK SAGNAGERÐ 1961
229
en honum er ekki lagið að virkja þennan
kærleik til listrænna átaka, mannlýsingar
hans eru flestar yfirborðslegar og ekki
sannfærandi og væmni jafnan á næsta
leiti. Þessa gætir þó mest í rómantískum,
ljóðrænum smásögum Sigurjóns sumum,
sem margar hverjar fara alveg úr böndum
af þessurn og öðrum lausatökum þótt
söguefnið sé stundum allgott. (Dísin úr
björgunum, Gamalt lag, Maðurinn í
speglinum.) Sjálfur frásagnarhátturinn er
ekki alltaf ósnotur, þó hann sé tilbreyt-
jngarlítill, einkum þar sem höfundur
kann sér hóf, en nokkuð spillir með köfl-
um ásókn hans að nota sérleg og óvenju-
Icg orð og orðatiltæki sem engan veg-
inn falla að stílnum að öðru leyti. Bezt-
ur virðist mér Sigurjón í sumum sög-
um þar sem hann ratar á hnyttilegt
söguefni (Vala, vala spákona) og tekst
honum þá stundum allvel upp, getur
verið notalega glettinn og sagt einfalda
sögu skemmtilega. Hitt er verra að hrein
tilviljun virðist ráða nær honum tekst og
nær ekki: oft missir hann úr höndum sér
jafngóð eða betri cfni og honum tekst
öðrurn stundum að gera allgóð skil
(I Ilöðukálfur, Hefndin). Spillir þetta
mjög heildarsvip bókarinnar, og víkur
hér enn að því sem fyrr var sagt: að meira
þarf en góðan ásetning til að skapa um-
talsverðar bókmenntir.
6
Það sem frá upphafi hefur verið at-
hyglisverðast og loflegast um rit Thors
Vilhjálmssonar er þrotlaus stílviðleitni
hans og stílögun; hann er sá ungra höf-
unda sem hefur leitað einna djarflegastra
leiða í sagnagerð á undanförnum árum,
og hann hefur um leið tamið sér nútíma-
legan og í senn persónulegan stílsmáta
sem hann hefur núorðið mjög á valdi
sínu. Sumir kunna að segja að ferskleik-
inn, hin nakta skynjun, sem mjög ein-
kcnndi fyrstu þætti Thors hafi að ein-
hverju leyti glatazt í þessari þróun, en
það held ég sé hæpin kenning: hann
hefur stöðugt verið að ná ríkari tökum
á viðfangsefnum sínum, efla sér tamd-
ari, þjálli stíl; og í beztu þáttum sínum
nýtur hann þessara kosta ásamt sama
næmleika og fyrrum. Samfara þessu hef-
ur mannskilningur hans að sjálfsögðu
tekið mótun og þróun, orðið ríkari og
fjölbrcytilegri, eindregin bölsýni fyrstu
þáttanna vikið fyrir raunhæfara og sveigj-
anlegra viðhorfi. Allt þetta birtist vel af
síðustu bók hans skáldskaparkyns, Andlit
í spegli dropans, frá 1957, og þar eru
beztu þættir lians til þessa.
Síðan hafa rit Thors verið af öðrum
toga spunnin, nær blaðamennsku. Hann
gerði hressilega og skemmtilega frásögn
af Rússlandsför í bókarformi, og síðan gaf
hann út í bók safn greina um ýmis efni,
Regn á rykið, sem flestallar höfðu birzt
áður í blöðum og tímaritum. Þar í var
allmikill bálkur ferðagreina frá ýmsum
löndum, og raunar sagði allt meginefni
bókarinnar af kynnum hans af framandi
löndum og fólki. Af sama toga er nýtt
verk Thors frá í haust, Svipir dagsins, og
nótt, og er þar þó í senn leitað á nýja
slóð. Mér telst svo til í fljótu bragði að í
bókinni sé sagt frá heimsóknum hans til
sjö Evrópulanda og ferðaflækingi milli
þeirra; sjálfsagt má á sama hátt telja þær
borgir sem meira eða minna er sagt frá í
bókinni. Þessi reikningslist er hér aðeins
nefnd til þess að ljóst megi verða hversu
hégómleg hún er og fjarri því að segja
eitt eða ncitt um verkið. Þótt ferðalög
höfundar séu uppistaða bókarinnar er
hún engin „ferðasaga" í venjulegum
skilningi. Sönnu nær sýnist mér að höf-
undur reyni að draga til einnar listrænnar
heildar kynni sín af Evrópu nokkur síð-
ustu ár, safna ferðaáhrifum sínum í einn
skáldlegan brennipunkt. Kannski er rétt-