Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 96

Andvari - 01.03.1969, Page 96
94 KAHL KRISTJÁNSSON ANDVABI Hið stórskorna í skáldskap Kristjáns og málkynngi hans út af fyrir sig lifir ekki lengst, heldur það, sem talar beinast til hjartans, af því að mannlegt hjarta finnur til á sama hátt öld eftir öld, þó að annað breytist. Kristján orti snilldarleg frásagnarkvæði í leikrænum stíl svo sem: Heimkom- una og Eliki er allt, sem■ sýnist. Hann orti Þorrakvæðið: Nú er frost á Fróni, sem er ákaflega sönn og lifandi þjóðlífslýsing. Hann orti hrífandi ættjarðar- söngva, s. s. íslancl — ísland, ó ættarland, og Norðnr við heimskaut. Og hann orti byggðasönginn: Þar sem að fyrst stóð vagga vor. í öllum þessum kvæðum er það dýpt og máttur tilfinninga skáldsins, sem gefur þeim mest gildi. Og svo rnikið og voldugt skáld var Kristján Jónsson á því sviði, að honurn auðnaðist að túlka tilbrigði andvarpsins frá brjóstum mannanna, og að ná í ljóð sitt eilíflegu gildi táranna fyrir mannlegar sálir, og sígildri, tærri sorgartilfinningu einfarans, sem yfirgefur heimaslóðir og leggur út á kaldan sand óvissunnar. Skáldskap Kristjáns Jónssonar var vel tekið af þjóðinni og ljóð hans strax almennt lærð og sungin. Vert er til frásagnar, að árið 1911, þegar ljóðmæli hans komu út í 4. sinn — Washington útgáfan 1907 þar með talin — þá höfðu — hygg ég — ljóðmæli einskis annars 19. aldar skáldsins komið svo oft út. Árið 1907, eða um 40 árum eftir að Kristján andaðist, hélt Guðmundur skáld Guðmundsson fyrirlestur um Kristján Jónsson á ísafirði. Hóf hann ræðu sína með þessum orðum: „Varla er nokkur sá kotbær á íslandi, þó að farið sé lengst upp til fjalla, að fólkið þar kannist ekki við Kristján Jónsson skáld og kunni fleiri eða færri ljóð eftir hann. Ég efast um, að nokkurt skálda vorra hafi náð jafn almennri þjóð- hylli og vinsæld alþýðu og hann. Þjóðin hefir tekið innilegu ástfóstri við ljóðin hans. Henni er sem hún heyri í þeim endurhljóm frá innstu strengjum hjarta / << sins . Þetta var álit Guðmundar skálds Guðmundssonar fyrir 60 árum. Seinna nokkru, á stuttu tímabili, var sem nafn Kristjáns Jónssonar heyrðist sjaldan nefnt, og þeirri kenningu skaut upp, að hans tími hjá þjóðinni væri að verða búinn. En þetta reyndist misskilningur. Sum kvæði hans hverfa að sjálf- sögðu inn í nóttina svörtu — og eru horfin — rýma fyrir nýrri skáldskap, en beztu Ijóð hans eru sígild vegna þeirra óbreytilegu og ótímabundnu mannlegu tilfinn- inga, sem þau eru svo sönn tjáning fyrir. Þau geymir fóstran hans góða, gamla sér við hjarta, eins og Matthías spáði fyrir hundrað árum. í kvæðinu Dettifoss tókst Kristjáni, þótt hann væri aðeins 19 ára, þegar hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.