Andvari - 01.01.1971, Síða 17
ANDVARI
HIÐ ÍSLENZKA ÞJÓÐVINAFÉLAG
15
gálu. Voru tvær bækur þá ætlaðar til prentunar fyrir það fé. En er síðasta
alþingi setti styrk til félagsins í ár 2000 kr. (án nokkurra skilyrða um fræði-
ritaútgáfu), ákvað stjórn félagsins að láta aðra bókina fylgja ársbókum í fyrra,
enda varð verð ársbókanna með því lagi aðeins rúma 14 aura örkin fyrir fé-
lagsmenn; þótti óviðkunnanlegt að láta útgáfuna ganga svo í bylgjum, að eitt
árið fengju félagsmenn mikið, annað árið lítið eða ekkert í aukabókum, og
alveg ótækt að breyta félagatillaginu frá ári til árs. Skyldi því önnur bókin
geymd til þess í ár og verður nú látin fylgja lélagsbókunum. Ég skal enn-
lremur geta þess, að í notum styrksins í ár mun önnur fræðibók fylgja árs-
ritum félagsins, svo að fylgibækur verða nú tvær, auk Andvara og Almanaks.
Skal ég loks geta þess, að prentun stendur nú yfir og að félagsmenn munu fá
svipað verð á bókunum (ca. 14—15 aura örkina) sem í fyrra fyrir árstillag sitt,
sem er 5 kr.
í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar 1926 er félaginu ætlaður aðeins 1000
króna styrkur án skilyrða um fræðirit. Ég kannast við það, að ríkissjóður hefur
í mörg hom að líta. Ég skal ennfremur viðurkenna það, að hagur félagsins er
á góðum batavegi, sem sjást mun nánara í þinglok, er aðalfundur verður hald-
inn og skilagrein staðin alþingi, sem að lögum félagsins skal gera annað hvert
ár. En samt hygg ég, að taka muni það enn ein fjögur ár eða svo, að félagið
verði verulega sjálfbjarga, að því tilskildu, að það haldist í sama horfi og ekki
komi óhöpp fyrir. En þá fyrst kalla ég félagið sjálfbjarga, er það á svo mikið
í sjóði við reikningsskil á aðalfundi, að nægi að minnsta kosti til prent-
unar og pappírs á næsta ári. Ég skal ennfremur leyfa mér að taka það fram,
að ég fyrir mitt leyti er einn í flokki þeirra manna, sem þakklátir eru alþingi
fyrir þá stefnu að styrkja félagið til útgáfu fræðirita. Dylst mér ekki, hve sjálf-
menntun landsmanna er mikill stuðningur að þessu. Slík útgáfa tekur við,
þar er alþýðuskólum sleppir, engan veginn þó í kapp við bóksala, heldur jafn-
vel framar til iþess að létta á þeim, fylla í skörðin í þeim greinum, er þeir
treystast eigi til þess að gera. Hins vegar lízt mér engan veginn hollt, að
slíkum ritum flæði yfir landið í einu; 1—2 bækur á ári (eftir lengd) þykir mér
vel mega við una fyrst um sinn, enda óráðlegt að hækka félagstillagið sem
stendur. Vitaskuld kann bráðlátum mönnum að þykja of hægt farið í byrjun,
svo að einn segi: „Hví taka þeir ekki þessa bók?“ Annar: „Hví taka þeir ekki
hina?“ En það mun sannast, að þegar fram líða stundir og komnar eru 20—B0
bækur í fræðiritasafni þessu, mun það vera orðið vinsælt með þjóðinni, og
er þá ekki ólíklegt, að takast megi að finna ráð til þess að auka útgáfuna.
En til þess þó að geta haldið fram stefnunni hygg ég óráðlegt að lækka enn
af nýju styrk til félagsins, meðan það er ekki öflugra en það er enn orðið. Ætla