Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1971, Page 41

Andvari - 01.01.1971, Page 41
ANDVAHI HAGIR JÓNS OG HÆTTIR 39 eigi síður en aðrir," segir Eiríkur Briem1) „en aldrei varð hann ölvaður, svo að á því bæri; þoldi hann eflaust mikið.“ Benedikt Gröndal hefir það orðbragð um þetfca,2) að ekki hafi verið „vant, að nokkuð yrði að Jóni, þó að hann drykki tölu- vert“. Hér mun nærhæfis orðum hagað. En fám myndi ihafa til 'hugar komið, samtímamönnum Jóns, að hann yrði að dæmum hafður um drykkjuskap tæpum 30 árum eftir dauða sinn, en sú hefir þó raun á orðið, og er það í blaðagrein einni, sem heitir „Ofdrykkja íslenzkra merkismanna".3) Sú grein sætti þó and- mælum þegar, jafnvel af hálfu sjálfs ritstjóra blaðsins,4) svo að ætla má, að þessi dómur hafi ekki fest rætur. Tíðastur drykkur betri manna í heimahúsum, er gesti bar iað, var þá rommblanda (romm og heitt vatn með sykri), og vart þókti annað hæfa um heldri menn en að hafa jafnan nægar birgðir heima fyrir af rommi, handa gestum, nálega sem nú á tímum kaffi. Jón verzlaði jafnan við sama mann (Mini) og var að aldarhætti alldrjúgtækur á þessar vistir, tók jafnan vænan dunk af rommi í senn, enda gesfcanauð mikil á heimili hans allan seinni hluta ævinn- ar. Á afmælisdag sinn .hafði Jón jafnan nokkuð sérstakt við. Áratugum saman hafði hann þá jafnan á borðum ungversk vín, æ hinar sömu víntegundir. Aðrar hressingar, sem til munaðar metast, er Jón ekki við kenndur, nema reykingar, jafnan vindla, og þó aldrei í vinnutímum, helzt á kvöldum, er gestir voru, eða í samkvæmum. Jafnan keypti Jón hina sömu tegund vindla, frá sama manni og var vandur að, sem um drykkjarföng. Allt þetta má grannt greina af reikninga- safni Jóns.5 6) Sjá má loks, að te hefir Jóni þókt gott.0) Llm skemmfcanir er þess að geta, að Jón hefir haft gaman aif söng; að minnsta kosti er það víst, að sókt hefir hann tíðum söngleikia>, og eru rninjar þess nægar í safni hans. Jón var viðmótsþýður jafnan, við hvern sem var, hinn alúðlegasti í fram- komu og látlaus, en í samkvæmum er því viðbrugðið, hver fagnaðarauki var að honum. Svo segir Eiríkur Briem:7) „Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var eins og nokkurs konar mók færðist yfir hann, en í viðræðum var bann hinn skemmtilegasti maður og jafnaðarlega skrafhreyfínn; í samkvæmum var hann allra manna glaðastur og talaði þá einatt af mesta fjöri.“ Hvarvetna þókti Jón og góður gestur, þar er hann kom, og var honum tekið tveim höndum; var sízt hætt við, að snurða kæmi á viðræður, cr hann bar að garði; „og hann saii]i 1) Andvari VI, bls. 40. 2) Benedikt Gröndal: Dægradvöl, bls. 243. 3) Templar XXI, bls. 142. 4) Sst., bls. 161-2. 5) Þskjs. 6) Bréf JS. 1911, bls. 91. 7) Andvari VI, bls. 39-40.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.