Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1971, Page 65

Andvari - 01.01.1971, Page 65
ANDVARI R/EÐUMENNSKA JÓNS SIGURÐSSONAR 63 ánauðar iþeirrar, sem var hér á verzlun landsins um langan tíma, en hann segir reyndar eigi, hversu mikið hann metur þetta tillit í dalatali, og þetta verður rnaður þó að ákveða, enda getur það engum sérlegum örðugleikum verið bundið, að reikna bæði þetta atriði og hin önnur nákvæmlega, ef rnenn vilja ge£a sig við því. Eg gatþess áðan, að fyrrum, fyrir 1848, heyrði maður engin þessi reikn- ingavandræði; það var fyrst eftir 1848, að það kom upp úr kafinu, að ómögu- legt ætti að vera að gjöra upp reikninga milli íslands og Danmerkur; þó kom það'fram a-f hálfu stjórnarinnar árið 1850, að hún hafði hugmvnd um þessa reikninga, því þá játar hún, að það sé órétt að tala um reiknings- halla íslandi í óhag, því verzlunin sé svo rnjög Islendingum í óhag og Dan- rnörku í hag, einkum verzlunarstéttinni, að það verði ekki metið til pen- ingaverðs, - það nemi svo miklu. - Það hefir og öllum sanngjörnum dönskum mönnum komið saman um, að einokunarverzlunin hafi verið til ómetanlegs skaða fyrir ísland, eins og í vissu tilliti til ómetanlegs fjárafla fyrir Danmörku, og þó ekkert annað væri, þá er þetta eina nóg til þess að byggja á því fjárkröfu. Dómsmála- ráðgjafinn skýrir enn frernur frá því í fyrrnefndu bréfi, hversu hann ætli að haga til um meðferð þessa máls, eða um frumvarp það, sem hann ætlaði að leggja fyrir aiþingi. En þegar frumvarpið kom fyrir sjónir hér á alþingi 1865, þá var allt orðið öðruvísi en menn gátu búizt við. Þá er lagt fyrir frumvarp til „laga“, það er að segja frumvarp, sem ætlað var til að kæmi fyrir ríkisþing eftir að það væri komið frá alþingi; þar er aðeins taiað um annað fyrirkomulag á fjárhagssambandinu milli Danmerkur og íslands, en ekki um fjárhagsskilnað, og stungið upp á, að Islendingar skuli fá 42,000 rd. tillag árlega um nokkur ár, en þar eftir stendur allt við sama og áður. Hvað snertir stjómarmálið, þá er að vísu ekki farið djúpt í það í þessu frumvarpi, en þó svo djúpt, að það var sýnilegt á botninum, að tilætlunin var, að öll aðalmál Islands skyldu heyra undir löggjafarvald ríkisþingsins í Danmörku. Hið öfuga við fmmvarp þetta fann og alþingi og vísaði frum- varpinu að nokkru leyti frá, það er að segja í því formi, sem fyrirhugað var að gefa því, en tók jafnframt á móti því tilboði um frjálsara stjórnarfyrir- komulag, sem boðið var í frumvarpinu. Árið 1967 var nýtt frumvarp lagt fvrir alþingi, og ég játa það, að þetta er hið langbezta af frumvörpum þeim, er kornið hafa frá hendi stjórnar- innar, eigi einungis sakir þess, að jafnréttishugmyndin var þar viðurkennd miklu fremur en áður hafði vcrið, heldur og sökum þess, að fjárhagstilboðið var þar betra. Þá komst einnig á samkomulag milli þingsins og konungs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.