Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1971, Page 97

Andvari - 01.01.1971, Page 97
ANDVARI RÆÐUMENNSKA JÓNS SIGURÐSSONAR 95 og getum vér þá beðið nokkurn tíma enn. Eða þessari stjórnarskipun verði þröngvað upp á oss, og þá gæti reynslan sýnt, hvort það er nokkur framför. Sumir 'hafa spáð því, að stjórnin muni íþyngja oss með álögurn og alls konar lögleysum. Það lýsi öldungis óhæfilegri tortryggni í garð stjórnarinnar. Hin skipulega bygging og rökvísi þessarar ræðu á sér hliðstæður í ílestum meiri háttar ræðum Jóns Sigurðssonar. Grunnmúruð þekking á málefnum, heið- ríkja í Jiugsun, röksamleg röðun efnis, ljós framsetning eru aðal þeirra og ein- kenni. Rödcl og ræðuflutningur. Um rcdd Jóns Sigurðssonar eru til á víð og dreif nokkrir vitnisburðir sam- tíðarmanna hans. Þær frásagnir hafa verið bornar saman og dregnar af þeim ályktanir. Röddin var karlmannleg, sterk og skýr, og rómurinn mikill yfir málinu. Mál- rómurinn var fyrirferðarmikill, einkurn ef Jón komst í hita og brýndi raustina. Björn M. Olsen getur þess, að hin sterka, karlmannlega rödd hans hafi haft nokkurs konar málmlireim. Flestir kalla hana þægilega og sumir mjúka. Jón Sigurðsson hafði skýran framburð. Vinur Jóns góður, Páll Melsteð sagn- fræðingur, segir, að hann liafi verið skýrmæltur og nokkuð harðmæltur. Jón flutti ræður sínar þannig, að hann talaði hildaust, mátulega hratt, orðin streymdu af vörum hans, og honum varð aldrei setningáfall. Var orð á því gert, hve áheyrilegar ræður Jóns voru og skörulegar. Á einum stað er sérstaiklega getið um landshöfðingjaveizlur, þar sem Jón mælti skörulega fyrir skálum. Alvöruhragur var alltaf yfir ræðum Jóns. Hann beitti sjaldan kímni eða háði. En vel var hann vígur með því vopni. Napurlega notar hann háðið um Trampe greifa í grein um þjóðfundinn í Nýjum félagsritum 1852. Er því lista- vel lýst, er Trampe átti að verða oss sem Hallvarður gullskór, sem gerði hinn nýja sáttmála við Islendinga; mætti nærri geta, að auðveldara væri að henda landsmenn í kvínni nú, þegar þeir ættu að vera eins og horrollur á vori, eftir 600 ára innistöðu, en um þær mundir, er þeir höfðu gengið sjálfala á afrétt frelsisins um margar aldir. Öllum ber saman um þann alvöruþunga, sem hvíldi yfir ræðum Jóns. Áheyr- endur fundu, að hugur fylgdi rnáli. Stundum er getið um þykkjuþunga. Mál- færslan öll mótaðist af hinum sterka persónuleika. Hann talaði eins og sá, sem vald hefur. Það vald átti rót sína í því töframagni, sem streymdi út frá persónu hans, í hinni djúpstæðu þekkingu og í því trausti, sem hann naut.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.