Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 6

Andvari - 01.01.1981, Page 6
4 SIGFÚS DAÐASON ANDVABI sízt bókin þeirra Þórbergs og Matthíasar Johannessens, l kom'paníi við allífið. I þessu sambandi er þó tvennt að atbuga. Þó að ritin í flokknum sem fyrst var nefndur séu kölluð og bafi löngum verið kölluð sjálfsævisaga Þórbergs, þá er í rauninni harla lítið sagt um eðli þeirra með þeirri skil- greiningu, og verður að koma að því síðar, þó aðeins geti orðið stuttaralega. A hinn bóginn er samt fjarstæða að halda að með þessari upptalningu, og jafnvel þó bún væri töluvert lengri, séu öll kurl komin til grafar, því að Þórbergur er einmitt einn þeirra höfunda sem eru allsstaðar nálægir í hverju sínu riti. II Sá sem bæri ókunnugan að ævi Þórbergs og byrjaði á fyrstu staðrevnd lífs bans ræki sig þegar á gátu. Setjum svo að bann tæki sér i hönd tvö opinber heimildarrit, Islenzkt skáldatal og íslenzka bókaskrá frá síðustu árum; i því fyrrnefnda mundi hann fræðast um það að Þórbergur sé fædd- ur 12. marz 1889, en í hinu gæfi að vísu að líta að fæðingarár hans hafi verið 1888. Fvrrnefnda ártalið var hið „hefðbundna" fæðingarár Þórbergs meðan hann lifði, en er hann var kominn um sextugt gátu að minnsta kosti þeir sem skeyttu um, vitað að það ártal var ekki „samkvæmt kirkjubók- unum“. Er þess getið i afmælisgrein eftir Hallbjörn Halldórsson um Þór- berg sextugan." En vinir Þórbergs hirtu hvorki þá né síðar um þessa smá- muni, og héldu áfram að heiðra hann á tíu ára fresti, þegar ártalið endaði á 9. Og Þórbergur sjálfur lét sér fátt um finnast og komst svo að orði í Steinarnir tala að „mér var sagt, að ég befði fæðzt í þennan heim 12. marz 1889“. Því- líkar villur munu reyndar ekki ótíðar, og er þess til dæmis að minnast, að lengi lék vafi á um fæðingarár Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals; en óneit- anlega mega það teljast meinleg örlög að nákvæmnismaðurinn Þórbergur Þórðarson varð að láta sér lynda þvílíka ónákvæmni allt sitt líf. Ættmennum sínum hefur Þórbergur lýst víða; ekki sízt er miklum hluta af bókinni I Suðursveit varið til að kalla fram myndir forfeðranna. Stein afa og Benedikt afa nauðþekkja allir lesendur Þórbergsrita. En þó ættmennum og forfeðrum Þórbergs sé nákvæmast lýst og af mestri list í l Suðursveit, þá er gagnorðasta lýsingu foreldra og áa að finna í „Lifandi kristindómur og ég“: „Faðir minn var einhver fróðleiksfúsasti maður, er ég hefi þekkt. Á unga aldri hafði hann stofnað dálítið bókasafn þar í sveit með nokkrum nágrönnum sínum. Og sjálfur átti hann þar að auki töluvert af góðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.