Andvari - 01.01.1981, Side 12
10
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
Björns M. Ólsens og er ljóst að á honum hefur hann haft miklar mætur.
1 Kom'paníi segir svo:
„Eg lærði mikið af honum. En sérstaklega lærði ég af honum að hugsa,
ef ég mætti segja vísindalega. Björn M. Ólsen var mikill hugsuður á sínu
sviði og líkast til einhver mesti vísindamaður, sem uppi hefur verið í ís-
lenzkum fornfræðum. Sérstaklega fór honum vel úr hendi að skýra tor-
skilda staði í fornkvæðunum, og surnar skýringar hans máttu heita geníalar.
Ég hafði sérstaklega gaman af hugsunaraðferðum hans, hvað hann byrjaði
með lítið, fetaði sig áfram og endaði með rnikið."9
Það má telja nokkuð víst að kynni Þórbergs af Birni M. Ólsen hafi haft
töluverð áhrif á hugsunarhátt hans og aðferðir, og hann eigi honum að
minnsta kosti að þakka nokkuð af fræðilegri nákvæmni sinni, - þó ekki
væri annað en nákvæmni í máli. En þar að auki er freistandi að henda á
það hér hversu örlagaríkt það kann að hafa verið Þórbergi að hann sat í
heimspekisdeild háskólans hinumegin við þau vatnaskil sem urðu við til-
komu Sigurðar Nordals.
Llm nám sitt á þessum árum segir Þórhergur svo:
„A árunum 1914 til 1919 sat ég venjulega sex klukkustundir á dag yfir
ströngum stúderingum á lestrarsal Landshókasafnsins. Elafði ég þar oftast-
nær í kringum mig heljarmikinn bókabunka. Það voru fræðibækur um
norræna málfræði, sögu, goðafræði, menningarsögu, bókmenntasögu og
aukþess svo og svo margar orðabækur."10
Öll þessi ár var Þórbergur „kostgangari í Garðastræti 4“.n Og þó að
tekjur hans hafi þá verið stopular, er hann ekki lengur í klóm örbirgðar-
innar. Mun hann hafa stundað ýmisleg störf í íhlaupum meðfram nám-
inu, verið skrifari, til dæmis er hann deildarskrifari á alþingi 1917;1J hann
hefur verið meðal starfsmanna Sigfúsar Blöndáls við aðdrætti að Orðabók
hans,1'1 og hafa þessi orðabókarstörf og kynni Þórbergs af Sigfúsi stuðlað
að því að alþingi veitti honum styrk til orðasöfnunar úr alþýðumáli, 600 kr.
í fyrstu og hækkaði nokkuð síðar, enda voru þá verðbólguár. Þórbergur
heldur þessum styrk lengi síðan, misgildum að sönnu og ekki öfundar-
laust.14 Þá hefur hann átt nokkuð við þýðingar um þessar mundir,15 og á
þessum árum koma út fyrstu prentuðu rit hans: Hálfir skósóhr 1915, Spaks
manns spjarir 1917, og tvær þýddar sögur eftir Edgar Allan Poe: Kynlegar
ástríðnr, einnig 1917. Yoga Elohlenbergs (1920) er annars fyrsta ritið í hók-
arstærð sem Þórbergur á aðild að, þýðir helming þess á móti séra Ingimar
Jónssyni. Kaflar Þórbergs í þýðingunni eru nokkuð auðþekktir.