Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Síða 16

Andvari - 01.01.1981, Síða 16
14 SIGFÚS DAÐASON ANDVARI áorkað. Það er að segja: til einskis er að semja nytsemdarrit, því boðskapur- inn hrín ekki á lesendunum. Hvaða ráð á rithöfundur þá að taka? Þórbergur finnur að vísu leið út úr þessari kreppu, þá sömu leið sem ýmsir fleiri höfundar af ýmislegu þjóðerni um þessar mundir: athöfn. Esperanto- rit hans eru auðvitað ekki hókmenntarit og þau eru raunar ekki heldur boð- unarrit á sama hátt og Bréf til Láru var eða „Ljós úr austri“, heldur eru þau það næsta sem hægt er að komast praktisku starfi, án þess að stíga skrefið alveg til fulls, þau eru í nokkrum skilningi ,,aktívismi“ svo notað sé orð sem mjög var í tízku á þessum áratugum. Þessar kringumstæður mega teljast ein af orsökum þeirra breytinga sem verða á stíl Þórbergs um og eftir 1930. Stíll hans nálgast nú, meira en nokkru sinni fyrr eða síðar, hlutleysi eða persónuleysi, þetta sem síðarmeir var kallað ,,núll-stíll“. Við esperanto-áhuga Þórbergs verður að tengja vaxandi alþjóðahyggju, en alþjóðlegur hugsunarháttur hans er þó ekki alurð esperanto-áhugans, öllu fremur mun hann fyrst sprottinn af kynnum hans af guðspeki. En þó að alþjóðahyggja Þórbergs byrji snemma, er suðséð að hennar gætir alveg sérstaklega um þær mundir sem hann leggur mesta rækt við esperanto. Hér er enn efni sem mundi útheimta langt mál ef gera ætti því sæmileg skil. En víst er það að Þórbergur Þórðarson, sem var að flestu leyti rótgrón- ari í íslenzku þjóðerni en nokkur samtímamaður hans meðal rithöfunda, var einnig mesti alþjóðasinninn í sál sinni. Þetta kemur víða fram og meðal annars í umsögnum hans um stjórnmál. Hann átaldi oft samherja sína inn- lenda og erlenda fyrir að hafa brugðizt alþjóðastefnunni og „tekið upp í hennar stað þjóðernisspangól til þess að yfirstíga geltið i hræsnurunum".21 Ef vér vildum nú gera oss grein fyrir stöðu Þórbergs í heiminum um þessar mundir, gætum vér ef til vi'll sagt að boðunarvilji hans hafi ætlað að aftra honum frá að semja bókmenntir; nú hafði hann alla burði til þess starfs og hafði tækið til þess á valdi sínu fremur en nokkur annar: tungu þjóðar sinnar; en hann var alþjóðasinni, þessvegna kaus hann alþjóða- málið. Þetta væri nú nógu önugt; en fleira kom til sem gerði afstöðu hans enn mótsagnakenndari: maðurinn sem hafði köllun til að semja bókmenntir og skáldskap vildi fremur nota tungu þjóðar sinnar til að iðka vísindi, sinna þjóðfræðum, sem eru utan við bókmenntir og skáldskap. Aktívisminn togaði í bókmenntamanninn öðrumegin og þjóðfræðin binumegin. Þannig stóð á þegar hann var búinn að lifa í hálfa öld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.