Andvari - 01.01.1981, Side 17
ANDVARI
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
15
VI
I „Opnu bréfi til fjárveitinganefndar", marz 1940, lítur Þórbergur yfir
ritverk sín, flokkar þau og metur. Af þeirri flokkun má álykta, eins og raunar
bafði komið frarn áður, að hann gerði ekki ævinlega mikið upp á milli
hins gagnlega liluta starfs síns og bins listræna. Hann skipar bér verki
smu í fjóra flokka: orðasöfnun; þjóðlífslýsingar og söfnun á þjóðsögum og
dularfullum fyrirbrigðum; esperanto-rit; og „ritstörf mín, sem fjalla um
önnur efni“, eins og hann segir nokkuð óákveðið, en á reyndar einkum við
Islenzkan abal, sem þá er kominn út fyrir nærri tveimur árurn, og Ofvitann,
sem er rétt ókominn út, og framhald hans, „tvö eða þrjú bindi“. Að vísu
segir hann um þennan síðastnefnda þátt ritstarfa sinna að hann telji hann
,,merkilegastan allra".22
Hér kemur þá glöggt í ljós að áhugi Þórbergs er nú snúinn að nokkru
ah ógagnlegum bókmenntum. Þó hér verði að mestu að styðjast við líkindi,
virðast tildrög þess að Þórbergur skrifaði íslenzkan aðal hafa verið næsta
tilviljunarkennd, og er sennilegt að Þórbergur hafi „leiðzt út í það“ nærri
því óvart. Upphaf íslenzks aðals má rekja til útvarpserindis um Stefán frá
Hvítadal sem Þórbergur flutti á árinu 1935.22 Þá var Stefán dáinn fyrir
þremur árum. Virðist líklegt að Þórbergur hafi orðið við hvatningum
einhverra þeirra sem hlýddu á erindið og vildu fá meira að heyra. í fleiri
skipti valdi Þórbergur sér verkefni fyrir hvatningu vina sinna og jafnvel
eins og nauðugur viljugur.
Ef vér stöldrum hér við og lítum til beggja átta, þá er því ekki að neita
aó bókmenntaferill Þórbergs hlýtur að virðast næsta „undarlega skaptur".
Annarsvegar eru tvær bækur, heldur litlar, gefnar út þegar höfundurinn
er nærri hálffertugur: Hvvtir hrafnar og Bréf til Láru, en hinsvegar höfuð-
Ht Þórbergs, sem öll koma út eftir að hann er fimmtugur. Þarna á mi'lli
eru svo kennslubækur og upplýsingarrit um esperanto og ein ferðabók
°g svo ritgerðir ekki ýkjamargar. Endurfæðing Þórbergs til esperanto kann
aÓ eiga „sök“ á þessu, eða segjum heldur: er bein orsök þess. En þá má
ekki gleyma því að ef til vill var endurfæðingin, eins og áður er vikið að,
ekki einkum orsök, heldur einn þátturinn í óestetískri afstöðu Þórbergs
Um miðbik ævinnar og löngun burt úr þrengslum upprunans út í heiminn.
Alþjóðahyggja Þórbergs er ekki ósamsett fyrirbæri fremur en annað í
llans fari; og sumt í henni er sjálfsagt meðal hinna stöðugu þátta í skap-
gerð hans. Alþjóðahyggj u hans fylgir meðal annars frelsishugmynd, eða
óirfumst að segja: tálmynd frelsis. Hún er einnig andstæða (af sjálfu leiðir)
þjóðernisbundins lífsforms, hversu fráleitt sem oss kann að virðast að ein-