Andvari - 01.01.1981, Síða 31
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
29
rurðulegri glettni, eru að minnsta kosti ekki síðri stíleigindir. Þær prýða
síðustu höfuðrit Þórbergs.
Nú má vel minna aftur á arfinn frá Oddnýju Sveinsdóttur á Gerði
(sbr. 22.-23. bls. hér á undan), kröfuna um fróðleik, og einkum alþýðu-
fróðleik, og ennfremur þá fullvissu að úr þessu efni sé hægt að gera „ódauð-
fegt listaverk, ef sá segir sem kann með sögur að fara“. Þessa þraut vill Þór-
bergur leysa. Rit hans af því tagi eiga samkvæmt bans eigin kröfu að
dæmast eftir því hvernig það hefur tekizt.
XI
Margir hentu gaman að nákvæmni Þórhergs unr staðsetningar, tíma-
ákvarðanir og því fíkt. Af slíkum nákvæmnisatriðum úir og grúir í ritum
i o I Ö Ö
óans. Það er beinlínis árátta hans að tímasetja alla atburði eins nákvæmlega
°g unnt er, reikna eftir almanakinu og klukkunni. Almanakið er honurn
visindalegt hjálpargagn að sönnu, - en er það ekki líka eins og naflastrengur
k við „náttúrlegt mannlíf“ og heimslíf: tunglkomur, sjávarföll, veður. Vitn-
eskjan um þetta verður að vera nákvæm, því lífið hvílir á þessu.
En þrátt fyrir þetta mun mega finna staðar- og tímavillur í ritum Þór-
kergs, stundum svo að erfitt er fyrir lesandann að ná áttum. Slíkar villur
koma fyrir í Ofvitanum, en skipta kannski ekki ýkjamiklu máli; hitt er öllu
lakara að tíminn er nokkuð skrykkjóttur i þeirri bók. Frásagnarhraðinn er
°jafn, sprettirnir taka við af hægagangi og kyrrstöðu, án þess lesandinn fái
tom til að átta sig. Þannig má segja, kannski með nokkrum öfgum, að þrátt
fyi'ir nákvæmar dagsetningar sé tíminn of óljós í Ofvitanum.
Staðarákvarðanir og vegalengdir í metrum eru ekki síður ástríða Þór-
^ergs, og hefur lesendum stundum leiðzt það, en Þórbergur álasað lesend-
um fyrir óvísindalegan hugsunarhátt. En nákvæmnislýsingar persóna eru
nrerkilegastar í ritum Þórhergs, og sá vilji að lýsa persónum nákvæmlega
eins og þær voru. í bréfi til Stefáns Einarssonar prófessors sem Stefán hefur
birt kafla úr"0 hefur Þórbergur lýst aðferðum þeim sem hann notaði til að
kalla frarn mynd Tryggva Svörfuðar í íslenzkum aðli:
,,Það kostaði mig rnjög mikla fyrirhöfn, erfiði, þolinmæði og óeigingirni
með tilliti til peningainntekta að gera sögufígúrur mínar þannig úr garði,
að þær fengju húð og hár veruleikans, yrðu það sem þær voru eða eru [. . .]
Eegar ég tók mér fyrir hendur að konstrúera Tryggva Svörfuð, t. d., þá
kyrjaði ég á því að rifja hann nákvæmlega upp fyrir mér og leita mér fræðslu
Um hann allsstaðar þar, sem ég náði til. Þar næst fór ég að reyna að gera
mig eins og hann í framan, gerði mig nærsýnan, hermdi eftir rödd hans,