Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 33

Andvari - 01.01.1981, Page 33
andvari ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 31 án þess að neita því að Þórbergur var stundum eklti nógu vandlátur um efni og virtist stundum ekki ætla sér meira en að vera einber safnari (compila- tor) og að hann hafði persónulega kæki, sem lesandanum kann að leiðast og hann verður að fyrirgefa líkt og hann fyrirgefur kæki vinar síns. Hér mun nú hlýða að nefna aftur sérkennilegasta rit Þórbergs, hans óviðjafnanlegasta verk að ýmissa dómi, Sáhninn um blómið. Því er ekki öðruvísi farið en þeim ritum sem nú hafa verið nefnd að því leyti að skáld- skapur þess sprettur fram úr nákvæmnis-áráttu og sannleikstrú. Gleði og sorg eiga þar heima og taka lesandann fanginn, og bjartsýni og bölsýni; þar er kveðið um tímann og um guð, urn manneðlið, í von og örvæntingu, og þó er þetta bók sem börn kunna bezt að meta. En því er hún aðeins nefnd hér undir lokin að mjög langt mál mundi þurfa til að gera henni sæmileg skil, og þá hefði annað ekki komizt að. XII Vel má sjá það á frásögn Ofvitans að Þórbergur hefur ekki verið neitt frábitnari pólitík á þeim tíma sem sú bók segir frá en aðrir ungir menn. Og síðar má víst segja að Þórbergur hafi sjaldan látið pólitísk mál dagsins framhjá sér fara. En að pólitíkin bafi verið sterkasti þátturinn í fari hans er ólíklegt. Og einkum mun hann oft hafa lagt það á sig að hafa eigin skoðanir á pólitískum málum. Pólitískur áhugi hans mun hafa gufað upp í fyrstu um leið og Millilandafrumvarpið hvarf úr hugarheimi hans: ,,Dagar hins mikla tildragelsis voru eilíflega gengnir til viðar.'"'1’ Og pólitík hefur ekki orðið honum áhugaefni á ný fyrr en eftir að hann kemur úr fyrstu utan- för sinni haustið 1921: „Eftir heimkomu mína gerðist óvenjulega hlægilegur atburður í þjóðlífi voru. Hann dró athygli rnína ofan úr draumsölum him- msins niður í hlandforir veruleikans, sem vér köllum jarðneskt líf. Upp Ur því tók ég að lesa og brjóta heilann um þjóðfélagsmál. Og ég varð eld- i’auður jafnaðarmaður. Áður var ég aðeins hversdagslegur, velviljaður um- hótamaður/"1' Samt varð Þórbergur aldrei stjórnmálamaður. Og á þessu sEeiði hans, milli 1921 og 1935(?), sem hann styður áreiðanlega Alþýðu- flokkinn, er ádeila hans ekki pólitísk sérstaklega, en fremur á mórölskum °§ nrannúðlegum grunni. En þess er samt að gæta að aðrar áherzlur voru þá í pólitík en síðar varð, og er líklega áræðandi að segja að á þessum árurn hafi pólitík sósíaldemókratískra flokka stundum snúizt meira um mannúð en hagfræði, eða um mannúð gegn hagfræði. Hinsvegar verður það oft ljóst Þórbergur hefur viljað ráða sinni pólitík sjálfur, en lengi staðið nálægt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.