Andvari - 01.01.1981, Page 34
32
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
Alþýðuflokknum. („En ég snerist totalt gegn þeim, þegar þeir samþykktu
18% gengislækkunina 1939.“l!8A) Hann lýsti og oft síðarmeir ósamþykki sínu
við ýmsar kenningar konunúnista. Aftur á rnóti var lrann í álþjóðapólitík
hliðhollur Rússum eins og bert kemur fram í skrifum hans um þau efni,
einkum í og upp úr heimsstyrjöldinni síðari, en þá setti hann saman miklar
heimspólitískar og strategískar ritgerðir.08B
XIII
„Guð er einvaldur, þó hann láti okkur ekki kenna á valdi sínu.“
Gálgahúmorinn entist Þórbergi ekki nema fimm ár, að því er hann
segir, en þá leitaði á hann ,,mesta vandamál lífsins," segir hann enn. Hvað
getur verið mesta vandamál 'lífsins? Þórbergur kveður ekki upp úr með það,
heldur segir hann aðeins hvar hann leitaði svara. En mesta vandamál
lífsins hlýtur að vera spurningin um tilveruna, það er existens-vandamálið
sem kallað er, í trúlausri veröld. Þórhergur leitaði svara í guðspekinni.
Nú er varla efamál að guðspeki-endurfæðingin markaði höfuð-þátta-
skil í lífi og hugarheimi Þórbergs. Lýsing þeirrar endurfæðingar, eða þó
frekar upphafs hennar, er í ritgerðinni ,,Ljós úr austri". I þeirri ritgerð er
Þórbergur aðallega að benda á það sem hann kallar síðar „verklegar æfing-
ar“<in guðspekinnar; það er þýðing hans á yoga, eða að minnsta kosti á
nokkrum merkingum þess orðs. Enda verður það ljóst ef vandlega er lesið að
Þórbergur er enn ekki nema nýsveinn í fræðunum. Hann er einkum að
hugsa um ,,að bjarga sjálfum sér“. „Ljós úr austri“ er annars merkilegur
áfangi í sögu Þórbergs, og er ekki allt sem sýnist. Ritgerðin glitrar og tindr-
ar af fjöri, en við nánari athugun verður að viðurkenna að þar er ekki sá
tærleiki né sá veigur sem prýðir til dæmis heztu kafla Bréfs til Láru. Það
er greini'legt að stíll og efnismeðferð „Ljóss úr austri“ minnir meira á rit-
gerðina „Olíkar persónur", frá 1914,“70 en Bréf til Láru. Mælskunni er gef-
ínn of laus taumurinn. Tiltrú lesandans verður þeim mun rninni.
Annað er einkennilegt í þessu samhandi, að mjög oft þegar Þórbergur
víkur að guðspekifræðum talar hann um þessa þrenningu: yoga, guð-
speki, spíritisma. En þó spíritisminn hafi að vísu alla leið síðan á dögum
Madame Blavatsky oft viljað hrærast saman við guðspekina, er víst vafa-
sarnt að heilagir yogar vilji hafa hann á sinni könnu. Aftur á móti var
spíritisminn þegar hér var komið lengi búinn að vera vinsæll samkvæmis-
leikur víða um lönd í Evrópu og Ameríku. Á þetta er aðeins minnt hér
til þess að ljóst sé að menn geta, ef þeir vilja, dregið úr mikilvægi guðspeki-
þáttarins í hugsunarsögu Þórbergs; en þeim, sem þetta ritar hefur virzt að