Andvari - 01.01.1981, Page 36
34
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
Rétt er að minna á lýsingu Þórbergs á vitrun sem hann fær tveim
árum áður en hann fer að ástunda ,,hin svokölluSu andlegu fræði“. Lýs-
ingin er á þessa leið: ,,Það var í júlímánuði 1916. Þá fór ég í sjó og tók
Möllersæfingar [., .] Mér leið svo vel að það var ekkert að mér. Hefurðu
veitt því athygli, hvað sjaldan það kemur fyrir, að ekkert sé að manni. Eg
var alsæll. Þá gerðist einhver breyting í mér, þannig löguð, að mér fannst
állt verða að engu, nema það eilífa. Mótsetningar lífsins hurfu algerlega og
það var eins og ég rynni saman við einhverja eilífa og fullkomna heild. Eng-
inn kvíði. Engar áhyggjur. Enginn ótti, ekki einu sinni við dauðann, jafn-
vel enginn dauði [. . .] Þetta er það merkilegasta, sem komið hefur fyrir
mig á mínum göngum og raunar það eina merkilega, og það hefur skilið
eftir í mér skilning á tilverunni, sem aldrei hefur fjarað úr mér síðan.“71
1 Bréfi til Láru segir Þórbergur að hann taldi guðspekina „þroskaðri
viðleitni til andlegs lífs en allar aðrar heimspeki- og trúar-hreyfingar“ sem
honum voru kunnar.'2 Samt varð hann, þegar hann fór að kynna sér guð-
spekina, óánægður með iðkun hennar og iðkendur. Kveður hann raunar
upp mjög harða dóma í þessum málum, og urðu nokkrar greinir með hon-
um og guðspekifélögum í Reykjavík.72 Þessi vonbrigÖi með guðspekina eins
og hún var iðkuð hafa sjálfsagt leitt til þess að sú speki verÖur heldur í
láginni í ritum Þórbergs lengi eftir þetta; enda tekur nú við það tímabil
í ævi hans, svo sem vikið hefur verið að frarnar í þessari grein, þegar hann
snýr sér, ef svo mætti segja, að veraldlegri efnum, veraldlegri alþjóðáhyggju
og esperanto, og gleðst yfir heiminum: „Þá varð ég svo lífsglaður, að ég
missti af mér allar hömlur," segir hann um árið 1929.74 En þrátt fyrir
óánægju hans með guðspekina eins og hún var iðkuö, hefur hann aldrei
hafnað henni eftir að hann tók að kynna sér hana árið 1918. Meira en
svo: varla verður komizt hjá að álykta að guðspekin hafi orðið miðja heims-
skilnings Þórbergs, og að urn önnur helztu hugsunarefni hans verði að
fjalla í sambandi þeirra við guðspekina, eða út frá guðspekinni.75 En auÖ-
vitað verður þó að hafa í huga að sjaldan er hægt að greina algerlega í
sundur það sem menn „eru sjálfir“, þann lífsvísdóm sem þeir eiga að þakka
feðrum sínum og hitt sem þeir kunna að læra af meisturum og spekingum
heimsins.
Þannig er til dæmis um þá tilhneigingu Þórbergs, sem styrkist með
árunum, að líta á söguna og heiminn og alheiminn án æðru og af stillingu,
og þó ekki af hlutleysi. Því að sá sem lifir „í því, sem er í raun og veru, er
[. . .] hafinn yfir andstæðurnar. Gleðin hefir ekki meira gildi í hans augum