Andvari - 01.01.1981, Page 38
36
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
hluta af okkar jörS, sem við hvorki sjáum, heyrum né getum þreifað á með
okkar takmörkuðu skilningarvitum."82 Og þá virðist næsta líklegt að ein-
hverskonar samhandi sé hægt að koma á „við góð skilyrði" milli þessa annars
heims í kringum okkur, „eilífðarveranna" þar, og okkar heims. En um
endurholdgun segir Þórbergur: „Ég get [. . .] ekki snuðað mig frá, að hún
sé veruleikinn mikli, og sannleikanum skal maður fylgja, hvort sem hann
er ljúfur eða leiður, því hans lögum verðum við að hlíta fyrr og síðar. [. . .]
Að því leyti sem við þekkjum lögmál tilverunnar, þá tekur hún skoðanir
okkar ekki til greina."83
Andvægi varð Þórbergur að hafa við sinni „bölsýnu þekkingu". Þar
hefur komið til upplag hans, arfur hans, og „Suðursveitin í hjarta hans“.
I kaflanum „Elskan mín“ í Ofvitanum segir nokkuð frá þessum varaforða:
„En ég var þannig saman settur af náttúrunnar hendi, að ég gat aldrei
hrapað nema niður að ákveðnu marki. Þegar fallið var komið að þeim
punkti, risu æfinlega upp í mér innri kraftar, sem hófu mig, líkt og fjöður
slyppi af haki, aftur á móti brattanum og undantekningarlaust ívið hærra
upp á við en viðleitni mín til fullkomnara lífs hafði nokkurn tíma lyft mér
áður [. . .] Nei, það var eitt, sem aldrei hefði getað hent mig. Ég hefði
aldrei getað „farið í hundana“.“84 Á öðrurn stað segir Þórbergur: „Það er
léttlyndi mitt og húmorinn, sem hefur gert hyrðar mínar léttar."85 Og hann
gerir skírt að þar var ekki um „gálgahúmorinn" að ræða. Og enn segir
hann: „Þó ég þekki ekki Taó, hef ég lengi átt það sammerkt við vitrasta
mann Indlands, sem eflaust hefur þekkt Taó, að ég þyrfti ekki að hafa
neinar áhyggjur af heiminum."80 Hér á móti verður að lokum að setja
þetta:
„[Matthías:] Stundum þegar ég kem heim seint á heiðskírum haust-
nóttum og lít upp í himininn, þá dettur mér í hug: Hvað er til, ef ekkert af
þessu er til? Og ef svarið verður: Ekkert, þá hef ég spurt aftur: En ef þetta
Ekkert væri ekki heldur til, hvað væri þá til? - Þórbergur sagði: - Við getum
ekki hugsað um þetta á okkar stigi þróunarinnar. Drottinn hefur vit á að
opinbera okkur aðeins lítið af leyndardóminum í einu. Ef sagan og óendan-
leikinn kæmu marsérandi með eintómum stórmerkjum og undrum, þá
mundum við brjálast. Drottinn veit, að heili okkar er lítill og lélega gerður
og hann gefur okkur reynsluna inn í litlum skömmtum líkt og hómópat-
arnir, til dæmis sjö dropa í vatni eftir mat. Þá sjaldan hann hefur stækkað
skammtinn, hefur mikill hluti mannkynsins gengið af göflunum, eins og
þegar Kristur kom með kenningar sínar um, að menn ættu að elska hver