Andvari - 01.01.1981, Page 39
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
37
annan í staðinn fyrir að drepa hver annan, þegar Karf Marx kom með
Kapítalið (þú manst eftir að skrifa það líka með stórum staf), þegar Darwin
kom með kenningu sína um uppruna tegundanna og þegar stríðsgróða-
þrælarnir uppgötvuðu, hvernig hægt var að útfæra kenningu Einsteins í
verki. Þá brjálaðist allur heimurinn, eins og Stokkseyrardraugurinn væri
farinn að ganga ljósum logunr um veröldina.“87
Margt væri að segja, ef tóm væri til, um trúarhvöt Þórbergs, eða skort
a trúaóhvöt sem ef til vill væri nær að kálla svo. En víst væri óhætt að tala
um metafýsiska hvöt. Sjálfur hefur hann orðað fallega kjarna þessarar
hvatar: ,,Ég óskaði í einlægni að öðlast skýlausa þekkingu á hinum duldu
og sýnilegu lögum alheimsins, og vanmáttur hjarta míns leitaði sambands
við hið absoluta."88
I öllum ritum Þórbergs kemur fram sterk siðfræðileg staðhæfing, en
það er athyglisvert hve óbundin hún er af kreddum, mætti næstum orða
það svo, að um þau efni talaði Þórbergur eins og löggjafi, en ekki sem
þegn. Sumir listamenn þykjast aðeins skeyta um eina tegund siðfræði,
þ- e- siðfræði listarinnar, en Þórbergur boðar aftur á móti nokkurskon-
ar fagurfræðilegan machiavellisma og bragðvísi gagnvart lesanda: „Fyrsta
krafa til bókar á að vera sú, að hún verki sannfærandi,“8!) eða: ,,í frásagn-
arsnilli er aðeins einn erfiðleiki. Það er að gera staðleysur að staðreynd-
urn, sem áheyrandinn trúir. Þess vegna kemur snillingurinn fram fyrir
hlustendur sína saklaus í framan eins og nýfæddur kálfur.“90 Nema Þór-
bergur sé þarna að leika bæði á lesendur og sjálfan sig.
XIV
Elm Þorstein Jónsson á Kálfafelli í Suðursveit stendur skrifað að hann
Eafði „mikla skemmtun af að ganga til kinda. Það var hans leit að þunga-
Hhðju lífsins."01 Þórbergur Þórðarson yfirgaf heimkynni sín og fór víða,
°g var, ekki síður en þessi frændi hans, að leita að þungamiðju lífsins. Og
vart er að efa, þrátt fyrir „léttlyndi og húmor", og vera'ldarvizku Krishna
°g speki taós, að hann hefur átt örðugar stundir og fundizt annað veifið að
Eann bæri þungar byrðar, og er oft eins og mann gruni þetta fremur en opin-
skátt sé talað.
A ferðum sínum um heiminn varð Þórbergi einhverju sinni staldrað
við í Góbí, þar sem heitir í Sasanda, og var þar eitt hús og fáir menn. Þar
var mikill sjóndeildarhringur og þögnin eins og nirvana. Svo langt hafði
rann borið frá Steinasandi og rölti til og frá meðan hann stóð við og