Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Síða 40

Andvari - 01.01.1981, Síða 40
38 SIGFÚS DAÐASON ANDVARI hvarf á tal við gamla steina. Og áður en hann héldi áfram stakk hann í vasa sinn tveimur rauðleitum steinum til að rifja upp fyrir sér úti á Islandi „litarhaft þessarar stórfenglegu ásýndar".92 Frá því Þórbergur Þórðarson „endurfæddist til ritstarfa" á árinu 1933 markast hin „ytri“ ævisaga jafnt og hin „innri“ að miklu leyti af áföngum ritstarfa hans. Hann heldur að vísu áfram að kenna esperanto fram á árið 1935 (og flytur fyrirlestra á esperanto í Danmörku og Svíþjóð haust og vetur 1936). En eftir 1935 hefur hann ekki aðra fasta iðju með höndum en rit- og fræðiverk. Samt eru útgáfuverk hans stopul fram til 1938 að Islenzkur aðall kemur út. En næstu tuttugu árin, eða frá fimmtugsaldri til sjötugs, eru bækur Þórbergs um það bil jafnmargar árunum. Hann nýtur styrks á hinni frægu 18. grein fjárlaga á fjórða áratug aldarinnar, en nokk- uð er óljóst hvort heldur styrkurinn er veittur til orðasöfnunar eða bók- mennta. Þórbergur var ekki síður víðförull á síðari hluta ævi sinnar en hinurn fyrri. Ásamt eiginkonu sinni, Margréti Jónsdóttur, sem hann gekk að eiga 1932, fór hann mörgum sinnum til útlanda bæði fyrir stríð og eftir að leiðir tóku að greiðast að heimsstríðinu loknu. Hann fór til Norðurlanda, írlands, Póllands, Sovétríkja, Tékkóslóvakíu, Balkanlanda, og til Kína fór hann í sendinefnd árið 1952. Nokkur seinustu æviárin var Þórbergur haldinn erfiðum sjúkdómi, svonefndri parkinsonsveiki. Síðasta hók hans kom þó út 1971, en þá var hann orðinn sjúkur. Var það Fagnrt galaði fuglinn sá, þriðja bindi af sögu Einars rika (Einars Sigurðssonar útgerðarmanns frá Vestmanneyjum). Varla mun ofmælt að lífið hafi verið Þórbergi þungbært síðustu árin. Hann dó á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 12. nóvember 1974 klukkan átta að kveldi, og var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. Séra Gunnar Benediktsson frændi hans las kveðjuorð yfir honum látnum. Þórbergur Þórðarson arfleiddi þjóð sína að ómetanlegum andlegum verðmætum. En ekki lét hann það nægja, heldur gaf hann, og þau hjón bæði, ýmsum æðstu menntastofnunum þjóðarinnar stórar gjafir til frarn- dráttar menntum og listum. Háskóla íslands gáfu þau mikið fé sem ganga á til að kosta samningu íslenzkrar samheitabókar. Málverkasafn þeirra gaf frú Margrét Listasafni alþýðu, og handrit Þórbergs hlaut handritadeild Landsbókasafns. Háskóli íslands veitti Þórbergi doktorsnafnbót árið 1974. Endurútgáfur rita Þórbergs hófust að ráði milli 1960 og 1970, og hafa sum þeirra verið endurprentuð oft og heildarupplag hinna fjölprentuðustu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.