Andvari - 01.01.1981, Page 45
JÓNÍNA EIRÍKSDÓTTIR:
Þórbergur Þórðarson
Skrá um verk hans og heimildir um hann
I. Umfang.
I skránni eru öll ritverk Þórbergs ÞórSarsonar og rakin birtingarsaga
þeirra til loka ársins 1980. Þó eru ekki raktar prentanir í sýnisbókum eða
aðrar af því tagi. Einnig eru raktar heimildir um höfundinn og verk hans aðrar
en þær, sem eru í bókmenntasögum eða alfræðiritum. Við söfnun efnis var
leitast við að hafa öll form birtingar í huga: sjálfstæðar útgáfur (í bókaformi)
°g einstakar prentanir, hljómplötuútgáfur, flutning höfundar í útvarp eða ann-
ars staðar og kvikmyndir. Efninu var síðan skipað í eftirtalda kafla:
1. Útgáfur á verkum Þórbergs Þórðarsonar.
2. Ritgerðir, greinar og bréf, sem birtust upphaflega í tímaritum eða blöð-
um eða flutt voru í Ríkisútvarpið án þess að birtast síðar á prenti.
3. Þýðingar gerðar af Þórbergi Þórðarsyni.
4. Útgáfa og ritstjórn.
3. Viðtöl við Þórberg Þórðarson.
6. Heimildir um Þórberg Þórðarson og verk hans.
II. Skipulag.
Verkum höfundar er raðað í tímaröð, og til að auðvelda tilvísanir er hver
færsla tölusett. Að því var stefnt að haga tilvísunum þannig, að frá sérhverju
verki sé vísað til þeirra staða annarra í skránni, sem veita fyllri upplýsingar um
það eða tengjast því á annan hátt. Þó er að jafnaði ekki vísað frá einstökum
verkum til heimilda, sem kunna að vera um þau í 6. kafla (Heimildir um Þ. Þ.
°g verk hans). Til þess að full not yrðu af slíkum tilvísunum, hefði þurft að
fara fram ýtarlegri könnun á heimildunum en gerð var. Þeim, sem leita heim-
dda um ákveðið verk, skal því bent á, að auk ritfregna geta verið markverðar
heimildir um verkið í 6. kafla.
Nú verður vikið nánar að einstökum köflum og lýst tilhögun í þeim.