Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 87

Andvari - 01.01.1981, Page 87
andvari í RÍKISRÁÐI 1904-1918 85 herrum, og þess vegna lagði hann hin íslenzku mál fyrir konung, þegar búið var að afgreiða þau mál, sem dönsku ráðherrarnir lögðu fyrir. Á þessum umræddu árum hefur ráðherra íslands (forsætisráðherra tvö síðustu árin 1917-1918) setið alls 54 fundi í danska ríkisráðinu. Nokkrum sinnum kom það fyrir, að ráðherrann mætti á ríkisráðsfundum án þess að hafa mál fram að bera, en það var talin skylda ráðherra að sitja fundina, nema um lögleg forföll væri að ræða. Hér verða nú rakin helztu mál frá fundum þeim í ríkisráðinu, sem ráð- herra Islands sótti, og umræður um þau, eftir fundargerðunum sjálfum. Ein- staka sinnum hafa frásagnir af ríkisráðsfundum verið birtar að fengnu leyfi konungs, sérstaklega frá árunum 1913-1915. Verður þó að þeim vikið hér á eftir ásamt öðrum málefnum frá fundunum, sem þykja umtalsverð, svo að heildaryfirlit fáist um þessi mál á einum stað. III Þegar eftir að Hannes Hafstein hafði tekið við ráðherraembættinu hinn 1. febrúar 1904 hélt hann á konungsfund, og sat ráðherrann í fyrsta sinn í ríkisráð- inu á fundi, sem haldinn var hinn 4. marz 1904. Þessi fundur var athyglisverður og sögulegur, þótt það komi raunar ekki fram í fundargerðinni, því að þar er það eingöngu bókað, að ráðherra hafi lagt fram fimm lög (sem nánar verður getið hér á eftir), er Alþingi 1903 hafði samþykkt, og að konungur hafi stað- fest þau. Alþingi 1903 hafði samþykkt alls 56 lög, og var búið að staðfesta þau flest, áður en heimastjórnin tók við völdum. Alberti þáverandi íslandsráð- herra hafði synjað einu frumvarpi staðfestingar. Það var frumvarp til laga um ýmisleg atriði, er snertu síldveiði, en ástæðan til synjunarinnar var talin sú, að ráðherranum mun hafa þótt, ef frumvarpið yrði að lögum, að hallað yrði rétti Hana eða danskra fiskimanna hér við land. Þetta var í síðasta skiptið, sem dönsk stjórnarvöld gátu neytt aðstöðu sinnar til að fella frumvarp, sem Al- þingi hafði samþykkt. Raunar var síðar synjað um framgang frumvarps um lotterí árið 1912 og um samþykktir Alþingis í stjórnarskrármálinu og fána- ttiálinu 1913-1914, en þar voru málavextir allt aðrir, og verður nánar að þess- um málum vikið hér á eftir. Enn voru eftir fimm frumvörp, sem höfðu ekki verið lögð fyrir konung. Þau mundu væntanlega hafa fengið sams konar afgreiðslu og síldveiðifrum- varpið að öllu óbreyttu, en vegna breytingarinnar á stjórnarhögum landsins voru þau geymd handa ráðherra íslands, og á þessum fyrsta ríkisráðsfundi, Sem hann sat, fékk hann þau öll staðfest, og ekki er að sjá, að hreyft hafi verið rieinum andmælum gegn þeim af hálfu danskra stjórnarvalda. Lögin voru þessi: Lög um ábyrgð ráðherra íslands, Lög um stofnun lagaskóla á íslandi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.